Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 7
—103— Stofnanin í Kaiserswerth á nú margar og stórar byggingar^ kirkjur, sjúkrahús, skóla og heimkynni kvendjáknanna sjálfra. þar eru þær búnar undir lífsstaríið; þar er heimili þeirra í ell- inni, og þar starfa inargar þeirra; en svo eru margar sendar víðs- vegar um heim til að kenna, aðstoða sjúka, lina kvalir fátœkt- arinnar og minnka óþverrann víðsvegar í söfnuðunum, og vinna að líknarstarfsemi yfir höfuð. Um 70 stofnanir hafa komizt á fót víðsvegar um lútersk lönd með Kaiserswerth-stofnanina til fyrirmyndar. í sambandi við þær stofnanir eru nú um 10,000 systr á 3,700 vinnustöðvum. Einar sjö slíkar lúterskar stofnanir eru komnar á fót í Banda- ríkjunum. Á einni þeirra, í Milwaukee, Wisconsin, hefir íslenzkr kvenmaðr verið tvö hin síðastliðnu ár. Fyrir utan þetta er mikill fjöldi af djáknum meðal Meþodista og annarra prótest- anta. Mikill er árangrinn af starfi Fleidners. Hinn maðrinn er Jóhann Wichern, og var liann þjóðverji eins og Fleidner og uppi á nokkurn veginn sama tírna. Aðal- starfsvið hans var Hamborg og Berlín. Á ungum aldri stofn- aði hann, ásamt nokkrum kristilega sinnuðum félögum sínum, sunnudagsskóla fyrir strákaskrílinn í hinum fyrr nefnda bœ. Hann hafði íarið mikið um borgina og kynnt sér nákvæmlega þann hluta hennar, þar sem spillingin var mest. Hann komst sérstaklega við af því sorglega ástandi, sem átti sér stað meðal drengjanna og ungu piltanna. Pláss sunnudagsskólans var brátt allt upp tekið, enda fannst Wichern, að sunnudagsskóli undir þessum kringumstœðuin ekki fullnœgja öllum þörfunum. það þurfti heimili fyrir þessa ræfia, sem voru að veltast um göturnar, og það auðnaðist honum að stofna áðr en langt leið. Til þessa verks hlotnaðist honum að gjöf landsvæði dálítið rétt fyrir utan Hamborg. Húsið á því hafði frá ómuna tíð verið nefnt „Das Bauhe Haus“ (óvandaða húsið), og það nafn festist við drengjaheimilið, sem Wicbern kom á fót þar. Mikill fjöldi af gjörspilltum drengjum safnaðist þar inn, er stundir liðu fram, og liefír stofnanin leyst af hendi mikið verk með því að gjöra úr þeim kristna og uppbyggilega menn. Hugmyndin, sem lá til grundvallar fyrir fyrirkomulaginu á þessari stofnan, var sú, að gjöra lífið drengjanna þarna sem líkast fyrirmynd lieimilislífs að unnt væri. í þeim tilgangi

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.