Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.09.1898, Blaðsíða 15
—111— horfinn. Og ef mér hefir skilizfc rétfc, þá hefir samskonar breyt- ing á þessum sama tíma orðiö í Nýja íslandi í andlegu tilliti. Héraðið var að miklu leyti eins og svart, sorglegt fiag fyrst eftir að sá andlegi eyðileggingareldr, sem fyiir alkunnugfc atvik kviknaði þar, hafði brennt hinn kirkjulega gróðr upp á stórum svæðum. Og sá eldr sást lengi lifa þar í kolunum. En nú er ekki að eins allr slíkr eldr slokknaðr, heldr og óðum að koma upp nýgrœðingr á því gamla brunasvæði. Og mér skilst, að sá gróðr hafi myndazt eða sé að myndasfc nálega af sjálfu sér. Drottinn hefir mátfc til að grœða upp fiagið. þ)að er eins vís framtfðar- von fyrir kirkju vora og kristindóm í Nýja íslandi eins og í hverju öðru íslenzku hyggðarlagi. Eg beið eftir bátsferð til Selkirk á Gimli frá þriðjudegi til laugardags 9. þ. mán. j)au hjónin lir. Kristján Pálsson og kona hans hýstu mig og gjörðu mér allt gott. Við íslendingafljót dvaldi eg lengst hjá hr. Jóhanni Briem og í Mikley hjá hr. Helga Tómassyni, í bezta yfirlæti — eins og reyndar alls staðar, þar sem eg koin. í Selkirlc prédikaði eg að morgni sunnudagsins 11. þ. m. í heimleiðinni, en samdœgrs lauk eg ferðinni. Og sama kvöld sem eg kom lieim,prédikaði séra Oddr V. Gíslason fyrir mig hér í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg. ------—-----------------* —Um missíónar-ferðir, sem séra Björn B. Jónsson heíir íarið til Watertown, Duluth og Minneapolis, ritar hann þetta: Seint í Ágústm. skrapp eg til Watertown, S.-Dak. Þar búa fimm íslenzkar fjölskyfdur og nokkrir lausamenn. Guðsþjónustu fiutti eg þar í húsi hr. Kristjáns Jönssonar, og voru rétt allir Islendingar þar saman komnir. Létu þeir í ljósi ánœgju sína yfir komu minni og horg- uðu ferðakostnað minn. Hinn 5. Sept. lagði eg upp í missíönarferð til Minneapolis og Dulutli. Var eg ellefu daga í þeirri ferð. Fjóra daga var eg um kyrrt í Duluth. Þar eru á annað hundrað Islendingar búsettir. Guðsþjónustu hélt eg með fölki þessu í lúterskri kirkju, er norskr söfnuðr lánaði til þess. Aðra samkomu hélt eg með löndum mínum í Dulutli í húsi hr. Guðm. Guðmundssonar. I Duluth skírði eg tvö börn. A lieimleið frá Duluth flutti eg guðsþjönustu í Minneapolis, ogvoru ílestir íslendingar, er í bœnum búa, þar saman komnir. Að eins fáar íslenzkar fjölskyldur eru í Minneapolis og nokkuð af einhleypu fölki. Er það dreift mjög um borgina og því örðugt að safna því sain- an. Eitt barn skírði eg í Minueapolis.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.