Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1898, Page 2

Sameiningin - 01.10.1898, Page 2
—114— sek ertu líka, þótt miör sé bert; hér þótt þú gangir ei glœpanna vegiun, guðs þó í augum þú bersyndug ert. Mikið þú syndgað og margsinnis hefr, inikil er sekt þín, ef rétt er að gáð; miklar þér skuldir upp meistarinn gefr, mikið því elska þú skyldir hans náð. 4. Drottinn þér svalar á lifandi lindum; lát hann í staðinn fá iðrunartár. Drottinn þig laugar af löstum og syndum; lát hann og afþerra tárvotar hrár. Drottinn á vistum þig dýrðlegum fœðir; drag þú ei lengr að mynnast við hann. Drottinn þig viðsmjöri gleðinnar gœðir; göfga þú, prísa þú meistara þann. --------------------* Bandalagsfundrinn, sem í fyrra á kirkjuþingi var ályktað að haldinn yrði í sam- bandi við kirkjuþing þessa árs, var eins og áðr er um gctið boð- aðr af séra Jónasi A. Sigurðssyni í nafni þingnefndarinnar, sem siðastliðið ár hafði haft bandalagsmálið með höndum, og hald- inn í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg þriðjudaginn 28. Júní. Og stóð það fundarhald yfir frá kl. 9 f. m. til kl. 5 e. m., að und- anteknu máltíðarhlé eftir hádegi. Fundrinn byrjaði með sálma- söng og bœnagjörð. Stud. theol. Runólfr Marteinsson flutti bœnina. Síðan var fundarstjóri kosinn séra Jón J. Clemens og skrifari Árni Eggertsson. Öll hin sjö bandalög, sem þegar hafa mynda/.t innan kirkju- félagsins, höfðu sent fulltrúa til fundarins, og hafði tala þeirra vcrið miðuð við meðlimatölu i hinum ýmsu bandalögum. En þessir voru fulltrúarnir: séra Björn B. Jónsson, Ó. G. Anderson og ungfrú Matthilda Westdal fyrir bandalag St. Pálssafnaðar í Minneota; Brandr J. Brandsson og Jón K. Ólafsson fyrir banda- lag Garðar-safnaðar; Runólfr Marteinsson fyrir bandalag þing- vallasafnaðar; Guðjón Guðvaldsson og Jón þórðarson fyrir bandalag Yídalínssafnaðar; Árni Eggertsson, Halldór S. Bardal,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.