Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1898, Page 4

Sameiningin - 01.10.1898, Page 4
—116— III. Trúarjátnimj. Trúarjátning bandalagsins er liin sama og kirkjufélagsins. IV. Tilgangr félagsins, Tilgangr þessa félags er : 1. Að styðja að því, að unglingafélög (bandalög) komist á í öllum söfnuðum kirkjufélags vors, þar sem unnt er að koma því við. 2. Að beina unglingafélagsskapnum í rétt horf með því að rœða hin ýmsu bandalagsmál á fundum félagsins. 3. Að hvetja meðlimi bandalagsins til ötullar starfsemi í kirkju- og safnaðar-málum. 4. Að efla og styrkja bröðurlega eining og samvinnu hinna ýmsu bandalaga í söfnuðum kirkjufélagsins. V. Meðlimir. §1. 011 bandalög í söfnuðum kirkjufélagsins, sem samþykkja þessi lög, eru meðlimir félagsins; þö því að eins, að engu öðru fölki en því, er heyrir kirkjufélaginu til, sé hór eftir veitt þar innganga, og ekkert í heimalögum þeirra sé í ösamrœmi við þessi sambandslög. § 2. Hvert félag, sem beyrir bandalaginu til, hefir rétt til að senda einn erindsreka á ársfund fyrir hverja 50 meðlimi eða þar fyrir innan; þö má ekkert félag senda fleiri en 3 erindsreka. VI. Fundir. Bandalagið skal halda fundi ár hvert í sambandi við ársþing kirkjufélagsins, á þeim tíma, sem forsetar bandalagsins og kirkjufé- lagins koma sér saman um. VII. FmbœUismenn. § 1. Embættismenn félagsins eru: forseti, varaforseti, skrifari, vara' skrifari, féhirðir og varaféhirðir. § 2. Skyldur embættismanna eru þær sömu og almennt gjörist í fé- lögum. § 3. Embættismenn skulu vera kosnir á hverjum ársfundi. VIII. Framkvæmdarnefnd. Þessi nefnd samanstendr af embættismönnum bandalagsins. Hún á að undirbúa mál þau, sem koma eiga fyrir ársfund bandalagsins. IX. Lagabreytingar. Sé um grundvallarlagabreyting að rœða, þá nær hún gildi, ef hún er samþykkt af | þeirra, er rnœtt hafa á ársfundi bandalagsins; en þö því að eins, að breytingin liafi verið borin upp á næsta ársfundi á undan. Frumvarp þetta var breytingarlaust samþykkt í einu hljóði. Skýrslur um hin ýmsu bandalög safnaðanna, myndan þeirra, starf og framfarir, voru því næst lagðar fram á fundinum.—Lang-fjölmennast var bandal. Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, með 164 meðlimi, en fámennast bandalag Argyle-safnaða, með 20 meðlimi, enda var það þá alveg

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.