Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1898, Page 13

Sameiningin - 01.10.1898, Page 13
—125— við þessa breyting, að menn úr hinum i'jarlægari héruðum myndi eigi sjá sér fœrt að sœkja prestastefnuna upp á eigin kostnað. Og hvar ætti þá að hafa upp fé í þessu skyni ? það myndi að minnsta kosti þurfa um 3000 krdnur árlega, og að eins nokkurn part af þeii’ri upphæð myndi alþing verða fáanlegt til að veita úr landssjóði. Eini vegrinn væri, að þeir landsmenn, sem helzt væri kirkjunni hlynntir, tœki að sér að standast þennan kostn- að. — það er meiri kirkjulegr áhugi á Islandi en vanalega er gengið út frá, ef menn svona á frjálsan hátt fást til að leggja þetta á sig. þetta myndi naumast fá framgang, En þar á móti mætti hjálpa málinu við ú annan hátt. það þarf ekki endilega allt af að halda þessa prestastefnu á sama stað — í höfuðstaðn- um Reykjavík. það væri miklu skynsamara að halda hana sitt árið í hverjum landsfjórðungi eða til skiftis í hinum ýmsu aðal- héruðum landsins. Og þá gæti menn ferðazt þangað algjörlega upp á eigin býti — engu síðr en nú úr hinum fimm prófasts- dœmum til Reyk javíkr. Auðvitað myndi samkoman þá lang- bezt verða sótt úr þeim héruðum, sem næst lægi fundarstaðnum- En það jaínaðist viðunanlega við það, að árlega væri skift um stað fyrir fundarhaldið. Með því móti yrði synodus fyrir allt landið og ætti að geta orðið kirkjulífinu víðsvegar um land til miklu meiri uppvakningar og stuðnings en búast má við með því fyrirkomulagi, sern nú er. En auðvitað ætti ekki að eins að hugsa um það, að fá prestana á þetta íslenzka kirkjuþing, heldr líka kjörna erindsreka úr hópi leikmanna, að minnsta kosti eins marga og prcstvígðu mennina, sem þar ætti sæti. í Sauðárkrók héldu prestarnir í Skagafjarðarsýslu og Húnavatnssýslu kirkju- málafuud 8. og 9. Juní í sumar, sem talsverða athygli sýnist hafa vakið víðsvegar um land. 16 prestar voru þar sarnan komnir. það stóð til, að prestarnir í Eyjafirði yrði þar með; en af því varð eklci. Séra Sófónías Halldórsson, prófastr Skag- firðinga, var kjörinn fundarstjóri og flutti hann áðr prédikan í Sauðárkróks-kirkju út af þrem versum í 10. passíusálminum (11.—13.: „þú, guðs kennimann, þenk um það: þar mun uin síðir grennslazt að, livernig og hvað þú kenndir“ o. s. frv.). Eitt

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.