Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1898, Page 3

Sameiningin - 01.12.1898, Page 3
—147— sumardag að fá kaldan svaladrykk úr brunninum við Betle- hemshliðið til að slökkva þorsta sinn. En er þrir af hinum ungu, hugprúðu hetjum hans brutust gegnum herbúðir Fdiste- anna, jusu vatn úr brunninum og fœrðu Davíð, komst hann svo við af því, að þeir skyldi þannig hafa stofnað lífi sínu i dauðans hættu hans vegna, að hann steypti þessum dýrkeypta svala- drykk niðr á jörðina, því „hann vildi eklci drekka blóð þessara manna“, — hellti vatninu niðr „fyrir drottni", sem svalalindir ætti nógar handa honum og hernum. Nú er þá fylling tímans komin. Litla, fyrirlitna Betlehem, nafn þitt, sem þýðir brauffhús, hefir þú borið með rentu; því nú gefr þú öllum heimi lífsins brauð. Rakel er hér oiðin jóð- sjúk í annað sinn og fœðir nú þann soninn, sem verða á bæði Benóní og Benjamín, harmkvælasonr og hamingjusonr um fram alla aðra. Hér á fœðingarstað hans skal bautasteinn reistr, fœðingarkirkjan eða Maríukirkjan, elzta kirkjan í kristninni, sem stendr enn í dag. þér ísraelsmœðr, keppizt nú við að tína öx á akri Bóasar meir en nok.kru sinni áðr, því nú eiga þau að næra líkama hans, sem gefa vill hold sitt og hlóð öllum heimi til lífs. Og þú, gamli ísaí, lát þú nú afkomendr þína hætta að stíga vefinn:því brátt rifn- ar fortjaldið niðr í gegn og mun aklrei verða dregið fyrir aftr. Harma þú ekki yfir því, að nú sé ekki eftir af ættlegg þínum nema rótin ein. því upp af rótinni vex angi og upp af stofnin- um kvistr, sem verða á að lífsins tré og breiða sitt blessað lim um allan heim. — Davíð, ísraels sigrsæla hetja og andríka skáld, hrœrast nú ekki bein þín í gröf sinni, þegar hin dýrðlega hug- sjón anda þíns fær hold og blóð? þegar hann, sem þú sást í fjarska, konungr dýrðarinnar, heldr innreið sína til mannlegs lífs ? Manst þú hina brennandi hádegiástund í eyðimörkinni, þegar tungan loddi þér við góin og þú varst að örmagnast af hita ? Rekr þig minni til hins tæra, svalanda vatns úr Betlehems- brunninum, sem glóði í hjálmunum, og þú steyptir niðr í hinn þyrsta éyðimerkr-sand ? N ú er brunnrinn í Betlehem orðinn öllum mönnum lífsins brunnr og vatnið úr honum svo máttugt, að það getr grœtt eyðimerkrsanda mannlegs lífs og gjört þá að frjósömum ökrdm. Göngum nær. Göngum inn í húsið, þar sem þau Jósef og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.