Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1898, Side 5

Sameiningin - 01.12.1898, Side 5
Önnur jólahugleiðing. Eftir séra Jónas A. Sigurðsson. Engillinn sagSi: „Hann skaltu láta heita Jesúm, því hann mun frelsa sitt fólk frú þess syndum.“ Matt. 1, 21. Og í sambandi við þessi orð vil eg minna á ljóð, er eitt að- alskáldið islenzka kveðr á einni nýlega liðinni jólahátíð: „Viltu fœðast ? fœðstu þá, veröld; — þú ferð villigotu; veröld, þú ert barn í jötu, kannt ei ljóðin lífsins há.“ „Viltu frœðast ? frœðstu þá. Vesöl þjóð, hví viltu’ ei læra vísdóm guðs og börn þín næra Jesú líknarlindum á ?“ þetta, að fœðast og frelsast, sem hér er talað og kveðið um, ekki einungis líkamlega og tímanlega, heldr og andlega og eilít'- lega, er aðalatriði lífsins, fyrir einstaklingana og þjóðirnar. Jesús fæddist til þess að frelsa, eins og upphafsorðin segja og öll guðleg opinberan ítrekar. Vér fœddumst til þess að vér mættum frelsast. Jesú æfitilgangr og ætlunarverk hérájörðu var að frelsa sitt fólk. Vor lífstilgangr að verða hans fólk og frelsast. Guðs orð kennir það. Og skáldið kveðr um, að veröldin, sáhluti mannanna, sem hafnar þessari líkn eða frelsi í Jesú, fari villigötu. þeir menn kunni ekki né skilji hina sönnu lífsspeki. þeir sé í andlegum reifum. í kristilegum skiln- ingi óvita börn. Út af því kvartar hann um tregðu sinnar eigin og vorrar þjóðar til þess að læra þennan vísdóm guðs og náð hans í Kristi, — hve mjögbörn þjóðarinnar skorti það, að svala sér af líknarlind Jesú Krists. það vakir berlega fyrir höfundi ljóðsins, að vilji veröldin, mannkynið, þjóðin hans fœðast andlega, afleggja allt hið illa og hálfa í kenning og lífi, þá hljóti sú endr- fœðing að verða í sambandi við jólin og Jesú fœðing. Fœðing Jesú og endrfœðing mannkynsins, betran heimsins, er bæði í orði drottins og þessu trúarljóði sett í órjúfanlegt samband. Ljóðið ítrekar þar hinn guðlega texta hjá Matteusi: „Hann raun frelsa sitt fólk frá þess syndum..“ —• Vitnisburðrinn

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.