Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1900, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.08.1900, Blaðsíða 6
86 Selkirk-s., Frelsis-s. og Fríkirkju-s., Víkr-s., Brandon-s., Fyrsta lút. safn. í W.peg og Tjaldbúðar-s.,(sem þó er utan kirkjufél.) Kl. ii e. m. var fundi slitið. 8. fundr, 23. Júní kl. 9 f. m. Fyrst var sunginn sálmrinn nr. 515; séra Rúnólfr Mar- teinsson las 12. kap. í bréfinu til Rómv. og flutti bœn. Kjörbréfanefndin skýrði frá, að til þings væri kominn Gunnlaugr E. Gunnlaugsson, erindsreki safn. í Brandon. Magnús Paulson lagði fram svo hljóðanda álit nefndar- innar í málinu ,,kirkjufélagið og General Council Ve'fna þess, að það heflr komið mjög ljóslega fram í rœðnm erinds- reka á þinginu, að viljinn til inngöngu í Qeneral Council er enn ekki al- mennr á meðal safnaðanna, og enn fremr vegna þess, að þing tíeneral Councils verðr ekki haldið fjTrr en á næstkomanda ári, svo af inngöngu getr ómögulega orðið fyrr en eftir næsta kirkjuþing vort, þá ráðum vér kirkjuþinginu til að fresta inngöngunni til næsta árs. Nálega umrœðulaust var nefndartillagan samþykkt. Gestir Jóhannsson lagði það til, að nefndin, sem hér á þingi hefði málið til meðferðar, væri gjörð að standandi nefnd í málinu. Eiríkr Jóhannsson studdi þá tillögu, en við at- kvæðagreiðslu var hún felld. Fundi siitið. 9. fundr, sama dag kl. 2 e. m. Byrjað með að syngja versið nr. 400. Fjarverandi voru séra Friðrik J. Bergmann og séra Oddr V. Gíslason (farinn af þingi með leyfi forseta þar til næsta mánudag). Féhirðir kirkjufélagsins, Jón A. Blöndal, lagði fram skýrslu yfir fjárhag félagsins. þeir Stefán Eyjólfsson og séra Jón J. Clemens voru kosn- ir til að yfirskoða skýrslu féhirðis. Jón A.Blöndal lagði fram reikninga ,,Sameiningarinnar“, og voru þeir Tómas Plalldórsson og Gunnlaugr E. Gunnlaugs- son kosnir til að yfirskoða þá. Skrifari kirkjufélagsins, séra Björn B. Jónsson, lagði fram ársskýrslu sína, þannig hljóðandi:

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.