Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1900, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.08.1900, Blaðsíða 24
i04 dýrSlega, a5 allir hljóta að beygja sig fyrir þeim ritverkum með dýpstu lotning, — mér liggr vi5 að segja, hvort sem menn eru trúaSir eða vantrúaöir. Eg ætla nú ekkert frekar að rekja trúarlífssögu þjóðar vorrar. Ekkert að minnast á ástand hins íslenzka þjóölífs eftir að þessi síöari mikla fíóðalda tók að hjaðna. Ekkert að rifja upp af því, er drifið hefir á daga Islendinga í kristindóms- legu og menntunarlegu tilliti á þessari öld, sem nú er að kveðja, eða síðara hluta átjándu aldarinnar. Að eins vil eg segja það, að nú er vissulega þörf á nýrri kristilegri stór- straumsöldu fyrir þjóðlíf vort. Og eg sé ekki betr en að þeg- ar sé farið að móta fyrir henni. Mér sýnist slík alda vera þegar tekin til að rísa í kirkjunni íslenzku, bæði heima á Is- landi og líka hjá fólki voru hér í þessu landi. Hœgfara er hún. það er víst. Og það getr vel farið svo, að hún hjaðni upp og verði bráðlega að engu. En hitt er naumast missýn- ing, að byrjan til slíkrar öldumyndunar sé þegar komin fram. Og er þá fyrir oss alla, íslenzka kirkjumenn, með guðs hjálp að sjá við því, að þetta verði ekki byrjanin tóm. Nú—þegar hér er komið í júbílhátíðar-hugleiðingum vor- um—vil egí drottins nafni leiöa athygli yðar allra,kærir tilheyr- endr, að þeim stutta kafla guðs orðs, sem eg las upp úr biblí- unni áðr en eg hóf þetta mál mitt. því á því er ekki minnsti vafi fyrir mér, að þar er skýr bending frá hinum guðlega kon- ungi kirkjunnar, frelsara vorum Jesú Kristi sjálfum, um það, á hvern hátt kristindómrinn á að verða og getr orðið hverju einasta þjóðlífi stórkostlega arðberandi eign, svo að hann beri almenningi æ meiri og víðtœkari blessan eftir því, sem tímar líða fram, sívaxanda ávöxt til eilífs lífs. Flóðaldan andlega, sem eg sagði að væri fariö að móta fyrir í fslenzku- kirkjunni í báðum höfuðáttum hennar, í austri og vestri, heldr alveg víst áfram að rísa og fœrast út, ef vér, sem drottinn hefir kvatt sér til þjónustu, í meðferð vorri á orði hans förum eftir þeirri bending, sem hann gefr í dœmisögu textans. Og þótt það væri missýning, þetta um mót fyrir rísandi öldu í kirkju vorri, þá myndi þó slík alda áreiðanlega taka til að rísa með von um áframhaldanda vöxt hennar, jafnvel alveg takmarkalansan, ef

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.