Sameiningin - 01.08.1900, Blaðsíða 25
io5
vér nú hér eftir fyllilega tœkjum bending Jesú í textanum til
greina. Textinn er undr orðfár og óbrotinn, og þaö er mjög
auðvelt að átta sig á honum. Jesús líkir guSs ríki þar, eins
og J>ér heyrSuð, við súrdeig, sem kona nokkur tók og fól í
þrem mælum mjöls j?angaö til þaS allt sýrðist. MeS þessu
mjög auðskiljanlega líkingarmáli lýsir hann hinni guðlegu
vaxtarákvörðun og hinum makalausa vaxtarhœfilegleik
kristnu trúarinnar. Á þann hátt, sem hér er sýnt, ætlast
frelsarinn til að kristindómrinn, þegar hann er búinn að ná
sér niSri á þeim eða þeim stað í heiminnm, hjá þeim eða
þeim manninum, læsi sig út ósýnilega, hœgt eSa fljótt, en
með algjörlega ómótstœSilegu afli, til fleiri og fleiri mannslífa,
þangað til allt mannfélagið er orðiS kristiS. En um leið og
kristindómrinn þannig nær til fleiri og fleiri manna, þá er
tilætlanin sú, aö hann hjá öllum þeim mannslífum verði
aö framúrskaranda lyftingarafli, og þaö undantekningarlaust
í öllum greinum. Tilætlanin, að áhrif hins guðlega súrdeigs
komi allsstaðar fram í lífinu, aS kristindómrinn leggi þjóSlífiS
undir sig, lyfti því upp, hrindi því áfram, endrfœSi þaS, um-
skapi þaS, blási í þaS nýjum anda, heilögum anda. En til-
ætlanin jafnframt, að þessi ummyndan og upplyfting fari
þannig fram, aS ómögulegt sé fyrir náttúrlegt hyggjuvit manna
aö gjöra sér neina grein fyrir því, á hvern hátt þetta eiginlega
verör. Hér skal verða yfirnáttúrlegt kraftaverk. Og það
skal verSa öllum heiminum augsýnilegt. En af því aS þar er
um kraftaverk að rœöa, þá skal það æfinlega verða mannlegri
skynsemi óskiljanlegt og órannsakanlegt.
Textann minn þennan frá Jesú Kristi um súrdeigið valdi
eg nú líka einmitt meS sérstöku tilliti til kristnitöku forfeöra
vorra á Islandi á þessum degi árið iooo. því þaS blasir svo
skýrt viö í sögunni um þann stórhátíðar-atburS, aS hinn mikli
sannleikr, sem Jesús opinberar í því dýrmæta smábroti af
boðskap sínum, hafi verið sterklega ráSandi í sálum höföingj-
anna íslenzku, sem gengust fyrir því aö hleypa kristindómin-
um inn í ]?jóðlífiS með hinni merkilegu alþingissamþykkt.—
Eg skal með fám orSum leyfa mér að rifja upp fyrir yör, brœSr
og systr, söguna um atburðinn. Landið var orSið tvískift út