Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1900, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.08.1900, Blaðsíða 8
88 tir eru fleiri en í fyrra. Tala sunnudagsskólanna er sama sem í fyrra og nemendr álíka maigir. p.t. Selkirk, Man., 21. Júní 1900. Björn B. Jónsson, skrifari kirkjufélagsins. Séra Rúnólfr Marteinsson, formaðr nefndarinnar í missí- ónarmálinu, lagði fram svo látanda nefndarálit: 1. V'ér ráðum til þess, að prestarnir séra Friðrik J. Bergmann, séra Björn B. Jönsson, séra Jónas A. Sigurðsson og séra Jón J. Clemens sé beðnir meö samþykki safnaða sinna að hafa á hendi á næstkomanda áii missíónarstarf á svipaðan hátt og í fyrra, að svo miklu leyti, sem því verðr við komið og þeir álíta það gagnlegt. 2. Vér ráðum til þess, að séra N. Steingrímr þorláksson sé heðinn, ef söfnuðr hans er því samþykkr, að takast á hendr missíónarstarfsemi fyrir kirkjufélagið um þriggja mánaða tíma á þessu ári og næsta ári fram að næsta kirkjuþingi, og sé honum fyrir það borgaðir 50 doll. um hvern mánuð auk ferðakostnaðar úr kirkjufélagssjöði. 3. Vér ráðum til þess, að séra Oddi V. Gíslasyni sé veittir 50 dolh úr kirkjufélagssjöði til styrktar missíónarstarfi hans, og sé hann heðinn að ferðast um byggðir og bœi meðfram Manitoba- og Norðvestr-járnhraut- inni innan takmarka Manitoha, sérstaklega hyggðirnar á vestrstt önd Manitoba-vatns; enn fremr ferðist hann til Winnipegosis, Swan B-iver, Keewatin, Rat Portage, o. s. frv. 4. Vér ráðum til þess, að séra Stefáni Pálssyni, nú sem stendr þjón- anda presti í New Rochelle, N. Y., sé sent köllunarbréf og hann heðinn að gjörast missíónar-prestr kirkjufélagsins frá 1. Febrúar 1901, með 600 doll. árslaunum auk ferðaltostnaðar, meðan hann þjönar sem missíónar- prest r. 5. Til þess að framfylgja tillögu þeirri, sem tekin er fram í fjörða lið þessa nefndarálits, og einnig til þess að fá guðfrœðisstúdent Gunn- laug .Tónsson í Philadelphia, Pa , til þess síðar að ganga í þjönustu kirkjufélags vors, felum vér stjórnarneínd kirkjufélagsins að hafa á hendi bréfaskriftir við þessa tvo menn, og ef nauðsynlegt er senda mann austr til þeirra í þeim tilgangi að sannfœra þá um nauðsynina á því, að þeir gangi i þjónustu vora, og enn fremr til þess að sannfœra forstöðu- mann prestaskölans í Philadelphia um rétt vorn til vorra eigin manna og nauðsyn á starfsmönnum hjá oss á yfirstandandi tíð, og sé stjörnar- nefnd kirkjufélagsins gefið vnld til að vei ja fé úi kirkjufélagssjóði, sem þarf, til að koma þessu í framkvsemd. 6. Óskum um prestsþjönustu frá Alberta-söfnuði og St. Jóhannesar- söfnuði í Laufássbyggð getum vér ekki svarað á annan hátt, vegna skorts á starfsmönnum nú sem stendr og óvissu viðvíkjandi því atriði í framtíðinni, en að fela forseta kirkjufólagsins að nota þá krafta, sem kirkjufélagið hefir ráð á, tii missíönar í þarflr þeirra, að svo miklu leyti, sem œskt er og honum er unnt. 7. Vér ráðum til, að forseta sé falið að hafa á hendi aðal-umsjón með missíónar-starfseminni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.