Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1900, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.08.1900, Blaðsíða 10
90 rik J. Bergmann, séra Oddr V. Gíslason, séra Jónas A. Sig- urðsson og séra Rúnólfr Marteinsson. Skólamáliff tekið fyrir. Séra Jón Bjarnason lagði fram fyrir hönd nefndarinnar, er áðr á þinginu var sett í málið, svo hljóðanda nefndarálit: Yér, sem í gær vorum kvaddir í nefnd hér á kirkjuþingi til þess að íhuga skölamál kirkjufélagsins, höfum sameiginlega komizt að svo lát- andi niðrstöðu: Það dugir ekki að halda málinu framvegis í því horfi, sem gjört hefir verið á kirkjuþingum nú um nokkur ár. Það þarf að taka upp á einhverju nýju til þess að hjálpa þvi við í framtíðinni. Og er oss nú únœgja að geta þess, að með tilboði því, er dr. M. Wahlström, forstöðu- maðr Gustavus Adolphus skólans í St. Peter, Minn., hefir gjört kirkju- félagi voru í nafni þeirrar deildar Ágústana-sýnódunnar sœnsku, er hann tilheyrir, virðist hent á gott ráð til þess að hrinda skóiamálinu áfram. Oss dylst ekki, að það myndi verða kirkjufélagi voru störkostlegr hagr — svo lengi sem vér ekki getum komið hinum fyrirhugaða skóla vorum á fót—, að hafa sérstakan kennara við nefndan skóla, vel hœfan mann af vorum þjöðflokki, sem tœki að sér að veita íslenzkum nemend- um þar tilsögn á móðurmáli voru í íslenzku og íslenzkum bókmenntum, svo og í kristilegum trúarfrœðum. Það myndi að einu leyti verða skólamdlinu sá bezti stuðningr, er það gæti fengið í bráð. Og í annan stað myndi það leiða til þess, að vér fengjum haldið hjá oss prestsefnum þeim hinum íslenzku, er þangað verða framvegis send til náms. Prests- máli kirkjufélagsins myndi með þessu móti einungis verða borgið. Vér ráðum því til þess, að skölamálsnefad sú, er kosin verðr á þessu þingi, gjöri hið fyrsta samning við stjórn Gustavus Adolphus skólans út af áðr nefndu tilboði frá forstöðumanni þeirrar stofnunar, og leitist við að komast að svo góðum kjörum fyrir kirkjufélagið, sem frek- ast er unnt að fá. Vér ráðum enn fremr til þess,—í von um að slíkr samningr takist—, að kirkjufélagið kalli sóra Friðrik J. Bergmann til að takast kennara- embætti þetta'á hendr, og sé honum til bráðabirgðar boðiu 900 dollara árslaun, er borgist úr skölasjóði, en þar frá dragist þó sú upphæð, er G. A. C llege borgar honum samkvæmt skuldbinding sinni fyrir kennslustarf hans í þess þarfir. Kennaranum skal falið, að hafa með höndum aðal framkvæmdir í_ skölamáli kirkjufélagsins, og í því skyni að ferðast á milli safnaðanna í sumarleyfinu, Skólamálsnefnd kirkjufélag-ins starfi framvegis að hinni fyrirhug- uðu skólastofnan vorri og hafi yfirumsjón með kennaraembættinu og íslenzku kennslunni i G. A College. Kirkjufélagið setji sér það markmið, að auka sem fyrst skólasjóðinn svo, að vextir hans nemi svo miklu sem útgjöld þau eru mikil. er kenn- araembætti þetta hefir í för með sér, og só skölamálsnefndinni falið að koma því í framkvæmd. Jónas A. Sigurðsson, Björn B. Jónsson, W. H. Paulson, Ólafr S. Thorgeirsson, Jón Bjarnason,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.