Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1900, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.08.1900, Blaðsíða 23
103 þá, að ódœmum sætir, )?á má því þó með engu móti gleyma, að bókmenntirnar, sem þá blómguðust, voru beinn ávöxtr af kristindóminum, sem með svo sterku afii hafði náð sér niðri hjá kynslóðum næst undan genginna mannsaldra. Með kristnitöku forfeðra vorra rís andleg flóðalda á hafi hins ís- lenzka þjóðlífs, sem fer vaxandi alla elleftu og tólftu öldina ; og þó að aflið, sem hleypti henni á stað, kristna trúin, dofni og nálega deyi út, þá heldr þó flóðaldan áfram að velta sér yfir þjóölífið býsna langa tíð eftir það. Hið andlega atgjörvi hjá þjóöinni heldr sér um hríð og birtist í bókmenntunum eftir að kristindómrinn hefir verið særðr til ólífis. En auðvitað kemr að því, að líka þessar fornu íslenzku bókmenntir visna upp œði löngum tíma eftir að kristindómslífið, sem haföi verið orsök þeirra, var fallið í dá í landinu. Á fjórtándu og fimmt- ándu öldinni verða þær nákvæmlega eins fátœklegar eins og trúarlífiö í íslenzku kirkjunni þá var fátœklegt. En svo verðr þjóö vor á sextándu öldinni fyrir því mikla fagnaðarefni, að fá bjart ljós guðs orða hjá sér endrkveikt með hinni lútersku re- formazíón. Og þá, eins og áör og eins og búast mátti við, hefst aftr nýtt bókmenntalíf í landinu. þá eins og áðr rís önn- ur mjög sterk og blessunarrík andleg flóðalda á hafi þjóðlífsins, ekki nákvæmlega eins útlits og hin fyrri, ekki líkleg til þess að varpa öðrum eins frægöarbjarma yfir þjóðina í heimsins aug- um, en þó fyrir Islendinga sjálfa ómetanlega dýrmæt, guölegt fagnaðarefni, sem aldrei verðr fullþakkaö fyrir. Út af þessari flóðöldu stóð Island á síðari hluta sextándu aldarinnar, alla seytjándu öldina og nokkuð fram á átjándu öldina, þrátt fyrir þau jarönesku eymdarkjör, sem þjóð vor varð þá gegn um að ganga, í andlegu tilliti fullkomlega jafnfœtis hinum kristnu menntalöndum út um heim. það var í þessari flóðöldu,að vér fengum biblíuna alla á móðurmál vort frá hendi Guðbrands þorlákssonar, eftir að Oddr Gottskálksson hafði þar rutt braut- ina með nýja testamentis þýðingunni. Og það var sömuleiöis í þessari flóðöldu, að Hallgrímr Pétrsson í passíusálmunum og öðrum dýrmætum trúarljóðum sínum og Jón Vídalín með hin um ógleymanleguprédikunum sínum fluttu þjóðinni boöskapinn um Jesúm Krist hinn krossfesta og víðfrægðu nafn hans svo

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.