Sameiningin - 01.08.1900, Blaðsíða 16
96
flutti eg því þá bröðurkveðju ldrkjufélagsins. Tók eg fram, að eg væri
einungis fulltrúi bróðurhugans í kirkjufélagi voru gagnvart G. C. Enn
fremr, að kirkjufélag vort myndi með tímanum verða einhuga um að
ganga í bandalag við G.C., þött það væri sem stendr ýmsra hluta vegna
ekki undir það búið að beiðast inngöngu. Séra Birni var sömuleiðis
leyft að tala, og skýrði hann frá ástandi kirkjufélagsins. Sýndi þetta,
að okkr báðum var boðið að tala, hvernig hugrinn hjá G. C. er til
vor „fátœkra og fárra“. Enda varð eg ekki var við neitt annað en
hinn allra hlýjasta bröðurhug til vor.
Eins og menn líklega muna var ætlazt til þess, er eg var kosinn,
að eg gæfi fölki upplýsingar um G C. eftir viðkynning þeirri, er eg fengi
af því á þinginu. Samkvæmt því ritaði eg giein út af ferð minni í
,.Sam.“, 11. og 12. nr. f. ái'S og 1. nr. þ.á. Við það, sem þar er sagt, vil
eg bœta því, að ekki fann eg nokkurn hlut hjá G. C., sem er ástœða fyr-
ir oss að fælast. Þar er engin stefna ráðandi, að því er eg fæ sóð, sem
gæti skaðað oss og vér þyrftum að óttast. Að því leyti álít eg ekki neitt
því til fyrirstöðu, að vér göngum inn. Það, sem aðallega mun vera
inngöngunni til fyrirstöðu, óttast eg að sé hjá sjálfum oss.“
þeir Bjarni Jones og Jón A. Blöndal, sem kosnir voru til
aö ákveöa útgjöld kirkjufél. fyrir komanda ár, skýröu frá, aö
þeir hefði komiö sér saman um 200 doll. upphæð, og var sú
tillaga þeirra samþykkt.
Séra Björn B. Jónsson bar fram svo hljóðandi tillögu til
þingssamþykktar:
,,Vér, sem hér höfum setið á kirkjuþingi, viljum innilega
þakka fólki safnaðarins í Selkirk fyrir bróöurlegar viðtökur og
höfðinglegan viðrgjörning við oss, meðan vér höfum verið
gestir safnaðarins. Ekkert hefir fólkið látið ógjört, er aukið
gæti ánœgju vora, og í öllu hefir það sýnt oss kristilegan bróð-
urkærleik“.
,,Oss er það mikil gleði,að vita söfnuðinn vera á framfara-
vegi og sjá, að hinir dyggu starfsmenn safnaðarins, sem hér
hafa svo lengi og trúlega starfað og barizt fyrir málefni kristin-
dómsins, hafa fyrir drottins náð unnið sigr. Vér óskuin
söfnuðinum til heilla og blessunar með hina nývígðu kirkju
sína og með prestinn,sem nú hefir setzt að hjá honum. Einn-
ig biðjum vér guð að blessa prestinn og árnum honum alls
góðs ásamt söfnuðinum. “
Tillaga þessi var samþykkt í einu hljóði.
Loks var sungið 3. versið af sálminum nr. 5; séra N.
Steingr. þorláksson flutti bœn; þá var sungiö 2. versið af