Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1902, Page 6

Sameiningin - 01.03.1902, Page 6
2 ei herra sá þeim björgum einnig bylta frá ? 5. Oss finnst á vetrum frost og snjár sé farg, sem undir liggi nár. En blessuö sumar-sólin há oss send er þá og bjargi þessu byltir frá. 6. Oft þíöir döggin þela’ í jörð, en þó er gröf svo köld og hörð, að vor ei tár fá unnið á þeim ís og snjá; en drottins tára-dögg það má. 7. Hann oft lét blindra augu sjá, hvort eigi mun hann geta þá af þerrað tár af þeirri brá, sem þau eru’ á, sú lífsins sólin hrein og há? Loftið þrungið af kærleika. Föstu-hugleiðing eftir séra N. Steingrím ÞorlákssoN. Gott er að vera í góðu lofti. Það er svo hressandi. Og sá, sem vesall er, getr orðið heilbrigðr þar. Þetta vitum vér öll. En hvaða loft er betra, meir hressandi og lífgandi bæði fyrir sál og líkama, en þar, sem kærleikrinn er? Vér finnum öll til þess, hvað blessað loft það er. Og öll þráum vér að vera í því og anda því að oss. Vér erum oft að flytja oss til þess að komast í betra og hollara loftslag. En ef vér gætum flutt oss inn í kærleiks loft! Átt þar svo heima. Andað því að oss. Fengið kærleikann svo inn í blóðið og hjartað. Ó, hvað líf vort myndi grœða á því! Um þetta efast naumast neinn. Því þrátt fyrir allar efa-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.