Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1902, Side 7

Sameiningin - 01.03.1902, Side 7
3 semdir og vantrú er ekki líklegt, aS nokkur efi það eöa van- treysti því, aS þaS sé heill og hamingja fyrir menn aS búa þar sem kærleikrinn er. Eins og geislar mœtast í brenni- punkti sínum, eins koma tilfinningar manna yfir höfuö saman í því, aS mannkyniS allt ætti aö fiytja inn í loft, þar sem kær- leikrinn er, ef það ætti kost á því. >>Já, ef eg ætti kost á því, þá flytti eg mig“ — stynr mannkyniS. Þaö þyrstir eftir kærleika og andvarpar af þrá. Og hjá oss öllum veröum vér vör við þennan mannkyns- þorsta. En nú eiga allir kost á aö flytja sig inn í loft þrungið af kærleika og eiga þar heima og aldrei að þurfa aS flytja sig úr því. Og þó lítr ekki út fyrir, aö neinn innflutningsstraumr sé þangað. Einstöku menn flytja sig og hafa aöra meö sér. En margir vilja hvergi fara. Alíta það heimsku aö vera að flytja sig þangaö. — Undarlegt! Hjá Jesú Kristi er loftið þrungiö af kærleika. Allsstaöar verðum vér vör við þaö, en hvergi þó eins og í píslarsögu hans, þar sem píslar- og fórnarkærleikr hans birtist í sinni dýrðlegustu mynd. Þrátt fyrir loftstraumana köldu og ó- hreinu, sem blása hér á hann eins og úr öllum áttum, er kær- leiksloftið um hann þó hiö sama, tært og hlýtt, læknandi og lífgandi. Þeir, sem í anda og sannleika flytja sig inn í þetta loft, dvelja þar ekki aö eins stund og stund með huga sinn, heldr setjast þar að og eiga þar heima að öllu leyti. Þeirverða fyrir áhrifum loftsins. Þeir reyna, hve gott er að búa þar og eiga þar heima. En hvað það er sorglegt, að allir skuli ekki flytja sig þangað! Að nokkur skuli álíta það andlega búhyggni af sér, vott um að hann hafi meira vit og gleggri sjón en sumir, ef hann vill ekki flytja! Er það ekki undarlegt ? Jú, þeim mun undarlegra sem kærleiki Jesú í raun og veru er ómótstœðilegr; því það getr þó ekki dulizt neinum, hvað það kostaði hann að elska oss mennina. Ó, hvað það kostaði hann! og hvað hann varð að leggja í sölurnar! En hvergi verðum vér þó vör við, að honum hafi fundizt hann

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.