Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1902, Page 12

Sameiningin - 01.03.1902, Page 12
8 þar sem Jeremías var borinn og barnfœddr. Og því boSi hafi Jeremías tekiö samkvæmt bending drottins og vegiö honum út gjaldiS í silfri. Þetta eru allir staSirnir í spádómsbók Jeremíasar, sem nokkuS eru aS efni eSa orSalagi skyldir því spádómsmáli hjá Matteusi guðspjallamanni, sem Hallgrímr Pétrsson hefir fyrir yrkisefni í 17. passíusálminum. En í spádómsbók Sakarías- ar, er uppi var ekki fullum hundrað árum síðar en Jeremías, á endrreisnartíðinni eftir babýlonsku útlegðina, koma í 11. kapítula fyrir orð nokkur, sem miklu meii 'íkjast orðunum hjá guðspjallamanninum. Sakarías kemr þar fram fyrir landa sína til þess búinn aS leggja niðr hirðisembætti sitt, hætta við spámannsstarfiö, og segir við fólkið, sem hann í drottins nafni hafði unnið fyrir: ,,Ef yðr þóknast, þá greiðið mér kaup mitt; en ef ekki, þá látið það vera. “ Þeir vógu honum þá út þrjátíu sikla silfrs í kaupið. Svo lítils virði var þeim verk spámannsins eða það, sem drottinn sjálfr fyrir þann þjón sinn hafði í liðinni tíð gjört þeim til blessunar. Svo háðulega lágt verð lögðu þeir á guð eins og hann hafði opinberaö sig í spá- manninum. Þá segir Sakarías, að drottinn hafi við hann mælt þessum orðum: ,,Kasta þú til leirkerasmiðsins þessu merkilega kaupgjaldi, sem þeir nafa metið mig verðan. “ ,,Og“—bœtir Sakarías við — ,,eg tók þá þrjátíu sikla silfrs og kastaði þeim í hús drottins til leirkerasmiðsins. “ Þetta, sem nú var síöast til fœrt, líkist mjög spádómsorð- um þeim, er Matteus segir að rætzt hafi, þá er ráðherrar Gyð- inga ályktuöu að kaupa akr leirkerasmiðsins fyrir þá 30 silfr- peninga, sem Júdasi höfðu áðr veriö borgaðir til launa fyrir það að svíkja Jesúm. Enda segir Hallgrímr í passíusálmin- um, sem nú er um að rœða: ,,Af guðs ásettu ráði um það Sakarías spáði. ‘ ‘ En guðspjallamaðrinn vitnar hér til Jeretníasar. Stimir hafa getið þess til, að þetta væri að eins rangminni hjá Matteusi. Önnur getgátan er þó sennilegri, að upphaflega hafi enginn spámaðr verið nafngreindr á þessum stað í sögu guöspjalla- mannsins, en nafninu hafi seinna verið bœtt við af einhverj-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.