Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1902, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.03.1902, Qupperneq 14
10 kærleik hans syndurunum bágstöddum til handa. Jesús kaup- ir akrinn fyrir oss, ekki meS peningagjaldi, heldr meS heilögu blóSi sínu, — fyrir oss, sem syndarinnar vegna vorum eins og útlendingar, útlagar, er hvergi eiga heima. í akri miskunnar- innar getum vér nú átt heima og notiS hvíldar — sökum friS- þægingarpísla frelsarans. Lífs og liSnum er oss þar borgiS. Þetta fagnaSarmál útskýrir Hallgrímr margvíslega og meist- aralega allt út aS 18. versi sálmsins. En þá fer hann aS gjöra grein fyrir því, hvaS frá mannsins hálfu útheimtist til þess, aS hann fái notiS þessarar miklu blessunar. ,,En þú skalt aS því gá: akrsins greftran þá engir utan þeir fengu, í Jerúsalem (sem) gengu. “ Menn verSa aS koma inn í kristnina — Jerúsalem táknar kristna kirkju — og dvelja þar í trúnni á Jesúm, hafa látiS skírast og vera daglega iSrandi. Allir slíkir geta ókvfSnir ver- iS í lífi og dauSa.—Frá 22. versi verSr sálmrinn aS bœn, þakkandi, lofsyngjandi og biSjandi bœn til frelsarans. Og þar verSr aSal-orS textans — akrinn — í huga skáldsins aS einskonar gimsteini, sem í sólarbirtunni framleiSir margvísleg geislabrot fyrir auga áhorfandans eftir því, hver flötr steinsins snýr aS honum: ,,Þú gafst mér akrinn þinn, þér gef eg aftr minn; ást þína á eg ríka, eigSu mitt hjartaS líka. “ MannshjartaS er líka akr. Sá akr skal drottni gefinn. I næsta versi þar á eftir er minnzt á akr kristninnar, og þess beSiS, aS ávöxtr lífsstarfsins lendi þar, meS öSrum orSum: komi kristinni kirkju aS gagni. Og loks lætr skáldiS akrinn tákna vígSan grafreit guSs barna — kirkjugarSinn. Hann beiSist þess af drottni, þótt auSvitaS sé þaS ekkert sáluhjálp- aratriSi, aS hann framliSinn fái aS hvíla í helgum reit. Þessi sama ósk Hallgríms Pétrssonar kemr víSar fram í trúarljóSum hans. Hann þráir þaS auSheyrt mjög sterklega, aS honum veröi í öllum skilningi veitt kristileg útför.*) Og flestum trú- *) Einkum í bœnarljóðunum ,,Um kristilegaburtför" (,,Enn ber eg andar kvein") 24., 31.—35. v. Athuga enn fremr 49. passíusálminn (14,-22. v.).

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.