Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1902, Page 17

Sameiningin - 01.03.1902, Page 17
13 látiö hiröa sína fylgja hjöröinni yfir hafiö og skoöað nýbyggj- ana í Vestrheimi sín andleg börn, og annazt þá í kirkjulegu tilliti meðan á þurfti aö halda. En hvað hefir móðir vor, kirkjan á íslandi, gjört til að annast oss, börnin sín burtfluttu ? Ekkert. Vér sendum kveinstafi vora yfir hafiö eins og þeir í Masedóníu forðum og sögðum: ,,Komið yfir um til að hjálpa oss. “ Ekkert svar að heiman. Vér sendum vorn bezta mann, forseta félags vors, til ættjarðarinnar að sœkja oss andlega hiröa. Þeir kölluðu hann ,,útflutninga-agent“ og ,,óvin íslands“, og hann kom til vor aftr svo búinn. Þegar neyð vor var stœrst, var hjálp móðurkirkjunnar á Islandi fjærst! Trúbrœðr vorir hér í landi hafa aftr á móti allt viljað gjöra, sem þeir gátu, til að hjálpa oss í vandræðum vorum, einkum sú deild lútersku kirkjunnar, er mest hefir boriö oss fyrir brjóstinu, General Council. Frá því fyrst, er hinn göfugi mannvinr og Krists vottr, dr. W. A. Passavant, kynntist oss og fram á þennan dag, hafa brœðr vorir í Gen. Council gjört oss margt gott, tekið að sér prestsefni vor og menntað þau fyrir oss, og verið fúsir að hjálpa oss enn þá meir, hefðum vér viljað. En oss hefir að surnu leyti farizt ódrengilega við þá í staðinn; vér höfum stundum misskilið þá og tortryggt og á- vallt neitað að ganga í bandalag með þeim. Nú er bráðum liðinn heill mannsaldr frá því vér fyrst fórum að flytja til þessa lands. Og nú er líka svo kornið, að þegar vér horfum til baka yfir kirkjusögu vora og andlega bar- áttu, þá er oss sumum næst að ætla, að eftir allt hafi það verið guðleg forsjón, sem því réð, að vér ekki fengum fleiri kirkjulega hirða eða meiri ,,hjálp“ frá íslandi. En nú, þegar haröasta stríðið er um garð gengið, fara að heyrast raddir heiman að f þá átt, að prestar þar ætti nú aö fara vestr til vor oss til hjálpar. Eg efast ekki um, að þær raddir koma frá góðurn og bróðurlegum hjörtum. En eg vil leyfa mér að benda á, að tímarnir hafa breytzt, og nú geturn vér ekki lengr haft gagn af hjálp frá Islandi.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.