Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1902, Síða 19

Sameiningin - 01.03.1902, Síða 19
15 íslandi og aö vér ekki getum haft fullt gagn af þeim, þó þeir komi eftir þetta. En hvað á þá að gjöra ? Prestaskortrinn hefir aldrei verið tilfinnanlegri hjá oss en einmitt nú ; því þótt vér höfum nokkr- um fleiri starfsmönnum á að skipa en var framan af, þá eru söfnuðirnir og byggðirnar nú tiltölulega miklu fleiri en áðr. Ástand fólksins hefir líka breytzt, svo að nú eru margar byggð- ir tilbúnar að taka á móti presti, sem fram að seinustu árum hafa naumast verið því vaxnar að launa presti. Og fleira og fleira fólk þráir prestsþjónustu og biðr kirkjufélagið um presta, en vér getum litla sem enga áheyrn veitt því. Presta hljótum vér að fá; en hvar eigum vér að finna þá? Vér verðum að fá þá í vorum eigin hópi, finna þá í söfn- uðunum sjálfum. En þá kemr þessi spurning fyrir oss: Hvernig stendr á því, að vér ekki höfum fengið miklu fleiri unga menn úr hópi vorum til að gjörast prestar ? Á síðari árum hafa margir ágætir ungir íslendingar menntað sig við hérlenda skóla. Læknum, lögfrœðingum og kennurum fjölgar óðum. En svo undr fáir af þeim, sem skólaveginn hafa gengið, hafa viljað gjörast prestar. Hvernig stendr á því? Tvær orsakir eru þegar undir eins sýnilegar á yfirborðinu. Önnur er það, að þeir prestar, sem fyrst byrjuðu að vinna fyrir landa sína hér, urðu framan af fyrir hrópanda ranglæti. Þeir voru níddir og ofsóttir. Hið mikla kristindóms- og prestahatr, sem margir Islendingar komu með í sér að heim- an frá íslandi og svo mikið bar hér á um tíma, var látið bytna á þessum prestum. Þeir voru úthrópaðir í blöðum og móðg- aðir á mannfundum. Það varð því augljóst, að hver sá maðr, sem gæfi sig við prestskap, yrði að vera við því búinn að ganga út í slíkt stríð og þola slíkan ójöfnuð. Þessar ofsóknir hafa nú hætt, en þær höfðu það í för með sér, að ungir menn fæld- ust frá prestsstöðunni. Hin orsökin, sem sýnileg er á yfirborðinu, er það, að prestum er launað verk sitt miklu lakar en öðrum embættis- mönnum. Læknar, lögmenn og verzlunarmenn hafa miklu meiri laun til jafnaðar en prestarnir. Skiljanlega verðr þá

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.