Sameiningin - 01.08.1902, Síða 12
92
sátu, fóru þaban eflaust meS þá sannfœring í hjartanu, að
bœnin er ómissandi fyrir trúarlífið, að hún er ekki sönn nema
því að eins að það sjáist af orðum vorum og verkum, að vér
erum ,,menn bœnarinnar11. Starfsemi vor er árangrslaus,
hefir ekkert sáluhjálpargildi, séum vér eigi hvattír til að vinna
í drottins nafni. Vér verðum að komast inn í ,,heim bœnar-
innar“ til að geta unnið þau verk, sem guð hefir velþóknan
á. Bœnrœknin glœðir starfsemi. Bœnrœknir menn eru ætíð
starfsamir menn.
Samþykkt var á þinginu að fela stjórnarnefndinni á
hendr að ráða General Secrctary, sem á að verja öllum sínum
tíma í þjónustu bandalagsins. Hann á að ferðast um landið
þvert og endilangt til að styðja og styrkja félagskapinn og
vinna að útbreiðslu hans um land allt. Einnig var samþykkt
að gefa út lúterskt almanak, sem á að minna oss á hverjum
degi á einhvern atburð í sögu kirkju vorrar, er gefr oss tilefni
til að þakka guði og biðja fyrir. I Janúarmánuði t.d. er minnzt
á stofnan kirkjufélags vors hins ísh, og er til þess ætlazt,
að á fœðingardegi þess verði beðið fyrir því og verkinu mikla
og vandasama, sem það hefir tekizt á hendr, af öllum trú-
brœðrum vorum hér í landi. — Allsherjar bandalagið gefr
einnig út á hverjum ársfjórðungi rit, sem kallað er Luther
League Topics. Rit þetta flytr fyrir hverja viku á árinu, með
útskýring, umtalsefni, sem rœdd eru á bandalagsfundum.
Umtalsefnið fyrir eina vikuna í Des. 1904 verðr: Trúboðið
meðal Islendinga, Dana og Finnlendinga. Er þeim, er þetta
ritar, falið á hendr að rita um það efni í L. L. Topics. —
Luther Lcague Review heitir málgagn bandalagsins. Er það
mjög snotrt mánaðarrit með myndum. Árgangrinn kostar að
eins 50 c., og fæst jafnvel með lægra verði, þegar margir á- >
skrifendr senda inn nöfn sín í einu til ritstjórans, Mr. E. F.
Eilert í New York. Hver bandalagsmeðlimr ætti að kaupa
og lesa L. L. Review.
Eg vona, að ísl. bandalagið sendi fulltrúa á næsta þing
L. L. of Amcrica, sem haldið verðr í Buffalo, N. Y., 1904.
Jón J. Clemens.
Red Wing, Minn., 14. Júlí 1902.