Sameiningin - 01.08.1902, Qupperneq 15
95
,,Nú veit eg, að drottinn (Jehóva) er meiri en allir aðrír
guðir“ (2. Mós. 18, 11). Og samfara brennifórn og slátrfórn
af hans hendi var hann af Aron og öldungunum gjörðr hlut-
hafi í sáttmálanum milli ísraels og guðs (2. Mós. 18, 12).
Mjög sennilegt er, að við þetta tœkifœri hafi hann tekið sér
nafnið Reuel (, ,hirðir guðs“), þótt söguritarinn nefni hann
svo löngu áðr (2. Mós. 2, 18). —Nafnið Jetró merkir ,,hans
hátign“, og var því titill, en ekki eiginnafn. Og þegar
tengdafaðir Mósesar er svo nefndr (sérstaklega 2. Mós. 3, 1,
18, 1)—,Jetró (þ.e.: hans hátign) prestrinn í Midíanslandi'—,
þá er þar að orði komizt á sama hátt og vér [hér eystra]
segjum: ,hans velæruverðuga tign (kudsaku) prestrinn* eða
, hans háæruverðuga tign (saidathu) biskupinn‘.“
Áðr í sömu grein hefir frú Howie minnzt lítið eitt á Hób-
ab, son Reuels og bróður Sippóru, konu Mósesar, þann er
Móses skoraði á að slást f förina með Israelsmönnum, þá er
þeir tóku sig upp frá Sínaí og héldu á stað að nýju út í eyði-
mörkina áleiðis til Kanaanslands—samkvæmt því, sem frá
er sagt í 4. Mós. 10, 29. Hóbab er aftr nefndr í Dómara-
bókinni 4, 11. Og sést þar, að hann hefir gjört það, sem
Móses beiddi hann um, og fylgzt með Israelsmönnum alla
leið til fyrirheitna landsins, sem ekki sést á hinum fyrrnefnda
stað í sögunni. Á staðnum tilfœrða í Dómarabókinni er í
íslenzku biblíunni um hann sagt, að hann hafi verið mágr
Mósesar; og alveg eins er þetta bæði í endrskoðuðu biblíunni
ensku og hinni spán-nýju, sem Ameríkumenn hafa gefið út
(,,brother-in-law of Moses“). Frú Howie játar því nú hik-
laust, að Hóbab hafi verið mágr Mósesar; ,,en“ — segir hún
—,,að voru áliti hefði orðið Jiavime (sem bæði merkir ,tengda-
faðir1 og ,mágr‘) á þeim stað á ensku átt að vera þýtt: ,pro-
tector1 eða ,defender‘ eða ,patron‘, —á íslenzku ,,vernd-
ari“—•, því þá merking hefir orðið einnig. Því oss skilst
saga hans svo, eftir að hann slóst í förina með þeim Móses,
að hann hafi orðið hinn mannlegi verndari hans eða—eiris og
Móses sjálfr komst að orði—,auga‘ þeirra (4. Mós. 10, 31) á
hinum hættulega leiðangri til Kanaans. “
Annars er 29. vers. 10. kap. 4. Mósesbókar stórgallað í