Sameiningin - 01.02.1905, Side 5
um tíma hafa varpað af sér hinum fornu þjóðmenningarflík-
um sínum, tileinkaö sér alla veraldlegu menntanina frá vest-
rœnu þjóöunum, öll vfsindin þeirra og allan ávöxtinn af hin-
um jarSnesku framförum þeirra, og eru nú gegnum hið ógur-
lega stríð við rússneska ríkið, að líkindum með sterkri hlut-
tekning vor allra og lýðs þessa lands yfir höfuð, að því er
virðist á hraðri ferð með að verða eitt af sterkustu og glæsi-
legustu stórveldum heimsins. En að lang-mestu leyti er þetta
enn heiðin þjóð. Fyrir enga þjóð er það eins mikil og bráð
lífsnauðsyn að fá kristindóminn til sín, hreinan og lifanda
kristindóm inn í sig. eins og einmitt þessa. Þvíeinsog kunn-
ugt er þarf sterkari bein til þess að bera meðlætið en mót-
lætið. Og slíkr st)'rkr fæst að eins úr einni átt—fyrir trúna
á Jesúm Krist. Hugsum oss, að Kína með sírmm mörgu
milíónurn rísi allt í einu menningatlega upp frá dauðum, án
þess áðr að hafa kristnast, eins og rejmdin hefir á orðið með
Japan, hve hneðilega stór og svartr skuggi það myndi verða,
sem þá birtist á söguhimninutn uppi yfir mannkyninu í heild
sinni.—Allt þetta bendir til þess, hve mjög ríðr á, að nú só
hvervetna í kristninni undinn bráðr bugr aö því að auka og
styðja trúboðið t heiðingjalöndunum, og að vér þá ekki lengr
með nokkru móti megurn skorast undan hluttöku í þeirri hei-
lögu starfsemi.
III.
í þriðja lagi eigum vér að sinna þessu heilaga stórmáli
verklega vorrar eigin velferðar vegna. Það að vér verðum
þar með er beinlínis lffsnauðsyn fyrirsjálfa oss eins og nú er
málum vorum hinum kirkjulegu komið. Vanalega hefir verið
komið með þá mótbáru, þegar farið var fyrst að hreyfa heið-
ingjamissíónarmálinu í kristinni kirkju, þar sem það lengi eða
ef til vill ætíð áðr hafði legið niðri, að svo margt væri ógjört
heima fyrir;—fullt af vantrú, heiðindómi, guöleysi ineðal
fólks rétt fyrir utan kirkjudyrnar heima, jafnvel miklar og
margar heiðindóms menjar inni í sjálfri kirkjunni. Meðan
kristið safnaðarfólk hefði öll þau myrkra-öfl ósigruð í sínu
næsta nágrenni, væri ekkert vit í því að vera að seilast eftir
heiðingjunum í fjarlægum heimsálfum. Fyrst væri að sópa