Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1905, Page 8

Sameiningin - 01.02.1905, Page 8
Hvernig eiga líkrœður að vera? Eftir séra Hans B. Thorgrímskn. Kæri bróðir minn, séra Jón Bjarnason! Þú hefir beöið mig að rita grein í kirkjublað vort um það efni. Eg játa hátíðlega, að eg er langt frá að vera fœr um að leysa það verk af hendi. Og þú hefðir víst getað fengið marga aðra, sem hefði gjört það miklu betr en eg. Eg geng líka að því með hikanda penna; því þetta erstór-mál. En eg skal samt verða við bón þinni og láta í ljósi álit mitt. Eg veit, að það þarf að rœða og rita um mál þetta. Það skiftir vissulega mjög miklu máíi að guðsþjónustu- athöfnin, sem frain fer við útfarir framliðinna, fari svo fram, að orðið geti hinuin eftirlifandi til góðs, og komi þannig að tilætluðum notum. Jarðarförin er mjög mikilsvarðandi at- burðr. Þá eins og horfum vér á dauðann. Þá birtist sá sannleikr ,,þú átt að deyja“ oss skýrar en á nokkurri annarri stund. Þáspyr samvizkan: Er það satt, að líf sé eftir dauð- ann?—að mannssálin eigi að koma fram f/rir dómstól skapara síns? Er það sannleikr, þetta um Jesúm Krist: að hann hafi afmáð hinn síðasta óvin, dauðann? Þá koma upp spurningar innst í hugskoti manna, sem annars aldrei eða mjög sjaldan láta til sín heyra. Þá er fólk viðstatt, sem annars aldrei kemr og hlustar á guðs orð. En þá eru einnig margir sann- kristnir menn viðstaddir, sein þurfa að styrkjast í trú sinni,— menn, sem þekkja orðið um synd og náð, sem vita, að frels- arinn lifir, sem þurfa að nota hvert tœkifœri til þess að band- ið milli hans og þeirra geti orðið sterkara. Þá eru einnig þeir viðstaddir, sem segjast trúa, og trúa þó ekki,—sem játa fagn- aðarerindinu um Krist, er neita krafti þess,—sem trúa ásjálfa sig og sína dyggð,—semr hugga sig við dauðann ekki af því, að Jesús hafi endrleyst þá. heldr af því að þeir fmynda sér, að þeir f sjálfum sér hafi nóg til að mœta drottni með. Loks eru þar viðstaddir menn, sem syrgja og gráta yfir hinum látna vini sínum. Við alla þessa þarf að tala. Þar er þá prestr- inn sannarlega í mikilli vandastöðu. Hann stendr þar í stað

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.