Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1950, Side 3

Sameiningin - 01.02.1950, Side 3
Sameiningin_________________________________ A. monthly, in support of Church and Christianity among'st Icelanders. Published by Thb Evangelical Ltjtheran Synod of North America Authorized as Second Class Mail, Post Ofiice Department, Ottawa. Editor: REVERAND S. OLAFSSON, Box 701, Selkirk, Manitoba, Canada Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man., Can. Ljós er lýsa vegi órsins nýja í einni af sögum danska skáldsins Hans Christian Ander- sen er sagt frá lítilli umkomulausri stúlku, er seldi eld- spýtur á strætum úti, í stórborg nokkurri. En þann kalda gamlársdag er sagan gerist, gat litla stúlkan lítið eða ekkert selt. Settist hún er aftna tók og hnipraði sig saman í skoti milli tveggja húsa, í ítrustu tilraun að vinna á móti kuld- anum, er nú tók að þrengja að henni. Heim þorði hún ekki að fara, af ótta fyrir viðtökunum — ef hún kæmi heim auralaus, með eldspýtnabyrgðirnar óseldar. Til þess að reyna að hlýja sér freistast hún til að kveikja á nokkrum eldspýtum. En í hvert skipti, sem hún gerði það birtust henni nýjar sýnir og dýrðlegar. Hún sá heimili, hlýtt og notalegt, glaða ástvini sem að voru að skemta sér. Næst birtist henni borð alsett dýrindisréttum. Þar næst sá hún prýðisfallegt jólatré alsett ljósum og fegursta jóla- skrúði. Svo kveikti hún á fjórðu eldspýtunni; hún lýsti vel og í bjarmanum sá hún ömmu sína, — sem þá var dáin, koma til sín, taka sig í fangið eins og hún hafði gert svo oft áður og fara með sig eitthvað langt í burt — og nú þrengdi kuldinn ekki að henni, því amma hennar fór með hana heim til Guðs. — Ég vil nota söguna um litlu stúlkuna, er ljósin kveikti og gera hana að grundvelli ávarpsorða minna. Það stendur sérstaklega á fyrir okkur öllum við byrjun þessa blessaða nýja árs. Það er líkt á komið fyrir okkur og litlu stúlkunni í sögunni hans Andersen. Öll þurfum við á hlýju og ljósi að halda, á vegum þessa nýbyrjaða árs,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.