Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1950, Síða 6

Sameiningin - 01.02.1950, Síða 6
4 Sameiningin Áramót 1950 Um aldamótin síðustu kom út á íslandi tímarit með for- síðumynd eftir frægan danskan málara, og nefnist hún Aldamótamyndin. Sýnir hún annarsvegar lotinn og síð- skeggjaðan öldung, sem fleygir frá sér tæmdu stundaglasi og heldur til dyra á sviði tímans; en hinsvegar lítinn bjart- hærðan svein, með blikandi stjörnu í hendi, er gengur fagnandi fótum um jarðskringluna. Um þessa mynd kvað Steingrímur Thorsteinsson: „Far vel, þú gamli! leið er Ijúka vann, Þitt Ijósker slokknar, stundaglas út rann. Hverj í þitt djúp og hafðu þakkir nú, Hver setti í heimsrás drýgri spor en þú? Og sjá hinn unga á aldar nýrrar brún, Með árdagsstjörnu í hönd, hve skær er hún! Ó mannkyns andi! Undra birt þú jjöld, Og öll til góðs á hinni nýju öld. 1 þessum ljóðlínum skáldsins felst bæði yfirlýsing og bæn. Vissulega var nítjánda öldin viðburðarrík um margt í sögu mannkynsins. Yfirleitt var hún hægfara friðar og þroskaöld á flestum sviðum. En borin saman við hin freyð- andi fossaföll heimsviðburðanna á þeim helmingi tuttug- ustu aldarinnar sem nú er liðinn, var sú nítjánda eins og lygn og hægur straumur. Sá aldarhelmingur sem nú er lið- inn hefir vissulega sett „drýgri spor“ í heimsrásina, en nokkurt annað tímabil í sögu jarðar. En hin skæra árdags- stjarna, sem menn eygðu um aldamótin síðustu hefir löng- um verið hulin móðu og mistri. Að vísu hefir bæn skáldsins um undrin mörgu sem birtast megi mannsandanum ræzt, en þau hafa, því miður ekki öll verið notuð til „góðs á hinni nýju öld“. Vér sem nú lifum, erum vafalaust of nærri viðburðum þessa tímabils til að geta dæmt um það réttilega og hleypi- dómalaust. Sennilegt er að sagnaritarar framtíðarinnar deili um það hvort mannkyninu hafi miðað afturábak eða áfram á þessum síðastliðnu fimmtíu árum. Á þessari hálfu öld hafa menn komist vel á veg með að eyðileggja, í tveimur

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.