Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1950, Síða 13

Sameiningin - 01.02.1950, Síða 13
Sameiningin 11 sem minna á ótal gleðiríkar samverustundir og draumblíð- ar endurminningar. Þau Sigurður og Carie fluttust um síðir vestur á strönd og létust þar fyrir nokkrum árum. Af sjö börnum þeirra eru fjögur lifandi: Sigurveig og Halldór vestur á strönd og Súsanna og Kjartan í Bandaríkjunum; öll eru börnin mann- vænleg og vel látin. S. S. C. _____________*_____________ Halígrímur Pétursson, æfi hans og starf Eftir Próf. Magnús Jónsson Dr. Phil. II. BINDI (Framhald) Passíusálmarnir Hið síðara bindi bókarinnar hefst með allöngum inn- gangsorðum að Passíusálmunum yfirleitt. Byrjar höf. mál sitt með þeirri eðlilegu staðhæfingu að Passíusálmarnir beri af öllum öðrum verkum Hallgríms, þegar þeir eru skoðaðir sem heild; „þeir eru verk með föstum ákveðnum ummerkjum, samir við sig, frá upphafi til enda, þrátt fyrir ýmis tilbrigði um form og aðferðir, sjálfstæður þáttur í lífsstarfi Hallgríms, greindur frá öllum verkum hans öðr- um. Hingað og þangað í ljóðum Hallgríms öðrum má finna ígildi Passíusálma. Það er hæsta lof, sem þeim ljóðum verður valið, og sýnir það yfirburði Passíusálmanna frekar en þess, sem til þeirra er jafnað“. Tilefni Passíusálmannna. Þannig nefnir höf. fyrri hluta inngangsorða sinna að þessu bindi. Hér víkur hann að ýmsum þjóðlegum sögnum, er um Passíusálmana hafa myndast, svo sem það, „að Hall- grímur hafi heitið því er hann komst frá Hvalnesi að Saur- bæ, að hann skyldi minnast frelsara síns, sem hann mætti, fyrir lausn úr volæði og vélabrögðum Suðurnesjamanna, og þá hafi hann á einni langaföstu, litlu eftir það að hann var kominn að Saurbæ, setzt við og byrjað að yrkja Passíu- sálmana. Er sögn þessi höfð eftir gömlu fólki, og víst má

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.