Sameiningin - 01.02.1950, Qupperneq 14
12
Sameiningin
ætla, að Hallgrímur hafi orðið breytingunni feginn, en
annað eða meira er varla á þessari sögu að græða“. — Ýmsra
annara þjóðsagna um sálmana, er skapast hafa minnist hann
einnig, er allar sýna það stóra pláss er sálmarnir áttu í
hugum manna þegar frá byrjun — og á liðnum öldum. —
Þá dvelur höf. við það líttráðna viðfangsefni, hvaða til-
drög liggja til þess, hvað hratt þessu merkilega verki af
stað. Má vera að það hafi verið ákvörðun ein er fram var
fylgt. Þá er þess getið sem er sönnuð staðreynd að Hall-
grímur hættir alt í einu við „Samúelssálma í miðjum klíð-
um, einmitt um það leyti, sem hann byrjar á Passíusálm-
unum, og það svo snögglega að hann hættir í miðjum sálmi,
og meira að segja í miðri ræðu Abners hershöfðingja“. —
Um þetta ræðir höfundur nokkru nánar; telur engu líkara
en að tekið sé fyrir kverkar skáldsins. Segir hann þetta
vera mjög ólíkt starfsháttum skáldsins, er var hinn mesti
hirðumaður um öll sín verk, svo ekkert af „brotum“ er til
eftir hann, — hann fylgdi fast ákvörðunum og áætlunum
um skáldverk sín. Með þetta fyrir augum verður málið enn
torskildara.
Þá er þess getið að Halldór biskup Brynjólfsson ritar
formála að Samúelssálmum, er þeir komu á prent 1747. Þar
er sagt að Hallgrímur hafi ort þá að mestu árið 1656. Hinn
fróði, séra Vigfús Jónsson tilfærir hið sama ártal. Af því
ályktar höf. að Hallgrímur hafi hætt við Samúelssálmana
síðla árs 1656. Ekki er til þess vitað að neitt sérstakt hafi
komið fyrir Hallgrím á þessu ári, eða um þessar mundir.
„Þetta er einmitt það skeið æfi hans, sem hvað fæstar sög-
ur fara af. Hans verður nálega aldrei vart út í frá. Virðist
hann hafa setið mjög fast við andlegu störfin. Gróandinn
í lífi hans er upp á það örasta. Þetta er hásumar æfi hans,
og ekki vafi á, að þorri beztu verka hans er frá þessum ár-
um. Vitanlega þarf ekkert sérstakt að hafa komið fyrir
Hallgrím til þess, að hann hætti við Samúelsbókina, og
vitanlega gátu ýmisleg hversdagsleg atvik valdið því, að
hann hætti í miðjum sálmi og tók aldrei til við hann aftur.
Þessu gátu t. d. skammvinn veikindi valdið og svo dregizt
úr hömlu að ljúka sálminum. Lífið er nógu auðugt af at-
vikum til þess að gera grein fyrir því, sem er meira en þetta.
En þessi deyfandi meðul duga ekki til fulls. Spurningin
heldur áfram að knýja á. Það er margt sem því veldur.