Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1950, Qupperneq 6

Sameiningin - 01.09.1950, Qupperneq 6
116 Sameiningin Ekki reyni ég að telja neinum hughvarf með það, en vildi aðeins bjóða þeim hinum sömu að koma og dvelja með okkur einn dag til þess að kynnast því sem verið er að gjöra. Kuldi og áhugaleysi fjöldans hefir drepið marga viðleitni og margt sem til blessunar hefði getað leitt. En það mun aldrei eyðileggja starfið í Sunrise Lutheran Camp. Það starf var hafið með þá hugsjón að þar mætti inna af hendi dýrðlegt útbreiðslustarf fyrir hina Lútersku kirkju á þessu svæði. Ef meðlimir þeirrar kirkju kæra sig ekki um að hagnýta tækifærið, sem þar er boðið. fyrir börn sín, hafa þeir frelsi til að hafna því. En siarfið heldur áfram. Á þessu sumri höfum vér fengið nýja sönnun fyrir því. Með Guðs hjálp mun æskulýður þessa lands hljóta mikla blessun af starfi sem int verður af hendi á komandi árum á þessum stað — í stofnuninni sem stendur nálægt staðn- um þar sem íslendingar stigu fyrst fæti á land á strönd Winnipegvatns, fyrir sjötíu og fimm árum síðan. ____________*____________ Landnámshátíð 1950 Eftir H. THORGRÍMSSON Svo sem kunnugt er verða í haust liðin sjötíu og fimm ár frá stofnun íslenzku nýlendunnar á Gimli. Þessi atburður markar stór tímamót í sögu okkar hér í fylki og mun flestum þjóðræknum Vestur-íslendingum hafa fundist það sjálfsagt að minnast hans á viðeigandi hátt. Víst er um það, að Þjóðræknisfélagið tók málið á dagskrá í fyrra og skipaði nefnd til þess að athuga, hvernig því yrði bezt borgið. Þá hafði þetta tilvonandi afmæli auðvitað ekki farið framhjá Ný-íslendingum sjálfum; en auk þess höfðu blöðin, bæði hér og á íslandi haldið málinu vakandi og hvatt til þess að hátíðahöld færu fram á Gimli á þessu sumri. Fyrstu framkvæmdirnar í hátíðamálinu munu þó hafa komið frá íslendingadagsnefndinni, en hún er skipuð ellefu mönnum frá Wpg. og fjórum frá Gimli. Á fundi, sem þessi nefnd hélt seint á hausti 1949, var afráðið að leita sam- vinnu við Lýðveldishátíðarnefndina í Norður- Nýja-íslandi og var Gimli-mönnum falið að semja við norðanmenn.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.