Sameiningin - 01.09.1950, Qupperneq 7
Sameiningin
117
Þetta tókst vonum betur og var afráðið að hætta við Is-
lendingadaginn og Lýðveldishátíðina þetta ár en halda
sjötíu og fimm ára landnámshátíð á Gimli 6. og 7. ágúst
1950. Þegar hér var komið voru kosnir fjórir menn frá
Winnipeg, tveir frá Gimli, sex frá Norður Nýja-íslandi
og einn frá Selkirk og skyldu þeir standa fyrir undirbún-
ingi hátíðarinnar með hjálp íslendingadags- og Lýðveldis-
hátíðarnefndanna. Forseti íslendingadagsnefndarinnar, séra
Valdimar J. Eylands, var kosinn formaður hátíðarnefndar-
innar og tók hún til starfa upp úr síðustu áramótum. Allir
fundir voru haldnir á Gimli og var samvinnan hin bezta og'
spáir góðu fyrir framtíðina.
Hátíðahöldin hófust, með guðsþjónustu, kl. 2 e. h.,
sunnudaginn, 6. ágúst, í skautaskála Gimli-bæjar. Var þar
samankominn mikill mannfjöldi. Þessari mikilfenglegu at-
höfn stjórnaði séra Valdimar J. Eylands. Las hann tvo
Ritningarkafla, Jes. 40:1—9 og Matt. 5:1—9, og flutti bæn.
Ræður fluttu þeir séra Rúnólfur Marteinsson, D.D., á ís-
lenzku, og séra Philip M. Pétursson, á ensku. Fjórir sálmar
voru sungnir: „í fornöld á jörðu“, „Faðir andanna“, „God
of our Fathers11, „Our God, our help in Ages Past“. Við
þetta tækifæri söng blandaður kór frá Norður-Nýja-íslandi,
undir stjórn Jóhannesar Pálssonar frá Geysi. Auk sálm-
anna söng þessi flokkur hátíðarsöng, „O send Thy Light“.
Um kl. tvö eftir hádegi næsta dag hófust hátíðahöldin
á ný með skrúðgöngu til skemtigarðsins frá járnbrautar-
stöðinni á Gimli. Hljómsveitin „La Verendrye“ frá St. Boni-
face gekk fyrir en þar næst kom Fjallkona dagsins og hirð-
meyjar hennar í fagurlega skreyttum bíl, en í kjölfar hans
skriðu ótal farartæki sömu tegundar. Þegar í garðinn kom
var Fjallkonan leidd til hásætis og setti þá séra V. J. Ey-
lands, forseti dagsins, hátíðina og fylgdi þá skemtiskrá, sem
stóð yfir á fjórða klukkutíma. Að lokinni skemtiskrá var
gengið að minnisvarða landnemanna, sem stendur skamt
frá skemtigarðinum, og lagði Fjallkonan blóm.sveig á varð-
ann, svo sem siður er til á íslendingadögum. Nú varð nokk-
urt hlé, en í rökkrinu kom fólk aftur saman og skemti sér
við að syngja ýms uppáhalds lög ensk og íslenzk, undir
stjórn Páls Bardal þingmanns. Klukkan níu byrjaði dans-
inn og þegar dimt var orðið voru sýndar íslenzkar kvik-
myndir undir beru lofti og mæltist þetta nýbrigði vel fyrir,