Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 3
Sameiningin__________________________________
A. monthly, in support of Church and Christianity amongst Icelandera
Published bj/
Thb Evangelical Lutheran Synod of North America
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa.
Editor: REVEREND RÚNÓLFUR MARTEINSSON, D. D.,
739 Alverstone St-, Winnipeg, Manitoba, Canada
Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man., Can.
Kirkjuþingstíðindi
frá Des Moines, í Iowa-ríkinu, í Bandaríkjunum
Eftir séra SKÚLA J. SIGURGEIRSSON
(Tveir prestar, séra Harald Sigmar og séra Skúli J. Sigurgeirs-
son; og tveir leikmenn, N. O. Bardal frá Winnipeg og Harald
Bjarnason frá G-imli sátu þe,tta þing, sem erindrekar frá kirkju-
félagi voru, hinu Lúterska og Islenzka).
Hin Sameinaða Lúterska Kirkja í Ameríku, (U.L.C.A.),
hélt sitt 17. þing dagana 4.—12. okt., í Des Moines, Iowa.
Des Moines er höfuðborg Iowa ríkisins, prýðilega falleg
borg er telur 184.000 íbúa. í borginni eru 9000 Lúterstrúar
menn og 18 söfnuðir, sem tilheyra 8 ýmsum Lúterskum
kirkjufélögum; þessi vöntun á samvinnu er ekki til heilla.
í öllu ríkinu tilheyra um 216000 manns Lúterskum kirkjum.
Þinghússtaðurinn var útvarpssalur mikill og stöðin
nefnt K. R. N. T. Þingsalurinn rúmaði 4200 manns; hljóð-
aukar voru settir hér og þar um salinn svo auðvelt var að
heyra þá sem til máls tóku. Þingið sátu 292 leikmenn og
300 prestar og 11 erindrekar frá ^ystrakirkjum í framandi
löndum; talið er að um 3000 gestir hafi komið til þingsins.
Fréttaritarar frá stórblöðunum: Newark News, Wash-
ington Star, Milwaukee Journal, New York Times, Phila-
delphia Bulletin, Chicago Tribune og Des Moines Register-
Tribune, sátu þingið allan tímann; einnig birtu þingfréttir,
The Associated Press, United Press og International News
Service. Ekki heldur má gleyma Radio og „Television11 út-
vörpunum. Útvarpað var 41 skemtiskrá og einni fjarsjá
(Television) skemtiskrá. Útvarpstíminn, sem kostað hefði