Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 14
156 Sameiningin afturför byrjar. Kristin kirkja, er hin andlega máttarstoð og ljósgjafi mannsandans. Við, hér í Vatnabygðum, getum ekkert fremur verið án hennar en aðrir menn. Hér er er- indi eftir Helga Hálfdánarson prest, þann er skrifaði barna- lærdóms kver það er um eitt skeið var notað á íslandi og mörg af okkur lærðum. Kona sem talið hefir sálma þá er séra Helgi orti og þýddi, segir að tala þeirra sé um sextíu. Þú meistarinn frá himnahöll, sem himinfræði kennir öll, hve fávís ég og aumur er, ef eigi læri ég hjá þér. Æ lít til mín og leið mig inn sem lærisvein í skóla þinn. Þetta er vitnisburður þess, einn af óteljandi mörgum, að mennirnir þurfa kirkjunnar við. Nú segja sumir, að útvarpið færi þeim guðsþjónustur og er það alveg satt. Útvarpið hér á enskri tungu, færir manni svo óteljandi margt fagurt, gott og skemtilegt, að aldrei gæti maður talið það. En þó að þetta komi sér vel fyrir marga, ekki sízt fyrir þá sem lítið fara út, einkum að vetrarlagi, alveg ómetan- legt, þá er það kringumstæðunum samkvæmt að menn þurfa kirkjunnar sjálfrar við í persónulegri nálægð. Svo mörg af kirkjulegum embættisverkum þurfa að framkvæm- ast í persónulegri nálægð prestsins og annara hlutaðeig- enda, að útvarpið gæti ekki gert það. Af þessum ástæðum er það, að fólk sem á uppvaxandi börn fer í kirkjuna sem næst er, — þeir sem eru þess hugar að sinna kirkjunni — að láta skíra, að gifta og greftra, jafnvel til sakramentis, líka að sinna Sunnudagaskóla. Líklega fer mestur fjöldi manna í United kirkjuna bæði með sig og börn sín, sumir í Anglican kirkjuna. Sumir skifta sér ekki korn af því hvað kirkjudeildin heitir, er þeim óhjákvæmilega finst þeir þurfa að vera í kirkjunnar nálægð. Sunnudagaskólinn, er eitt af allra stærstu nauðsynja- málunum, sem fólk vonast eftir að kirkjan sinni. Fólk hefir látið það í ljós við mig, að ef það fengi Sunnudagaskóla fyrir börn sín þá skyldi það vera í söfnuði. Nú standa sakir þannig, að í bæjunum bæði Foam Lake og Leslie, að minsta kosti eru Sunnudagaskólar. Þar sem engin lútersk starfsemi hefir verið lengi á þessum slóðum, sækir margt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.