Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 13
Sameiningin
155
/yMaðurinn lifir ekki af einu
saman brauðinu/'
Eftir Mrs. RANNVEIGU K. G. SIGBJÖRNSSON
Þetta, sem fleira þaðan, er talið sígilt. Það er talið
óhaggandi af því að það á svo mikinn og sílifandi grunntón
í reynslu mannanna. Mér hefir oft komið þessi málsgrein
í hug, í sambandi við kirkjuhald vort íslendinga hér um
slóðir. Það hefir oft verið erfitt, stopult og nú um mörg ár
alls ekkert ákveðið nema það sem sérlega velhugsandi
prestar hafa komið í frítímum sínum að sumrinu og em-
bættað samkvæmt mætti og kröfum er til þeirra komu.
Mér finst að fremur séu þessar kringumstæður okkur sjálf-
um að kenna, að einstökum mönnum undanteknum, fremur
en nokkrum öðrum.
Það er partur af hinni frjálsu kirkju, að menn komi til
prestsins — kalli hann eða á einhvern hátt auglýsi fyrir
honum þarfir sínar. Sú aðferð er að minsta kosti góð byrjun
málsins. Hitt ber þó ekki síður að virða, að áhuginn kirkj-
unnar megin, er svo mikill, að sóknunum er sendur prestur-
inn í einlægri viðleitni að vekja upp kristilegt trúarstarf.
Þannig er nú ástatt hér í bygðum nú sem stendur eða
hefir verið, að hjá oss hefir nú dvalið um það árlangt prest-
ur frá United Lutheran Church in America, séra Skúli Sig-
urgeirsson, góður prestur og um alt hinn framkomubezti
maður. Kona hans frú Sigríður, er mjög aðlaðandi persóna
og hefir inndæla söngrödd, sem allir vita, að er til ómetan-
legs stuðnings í kirkjulegu starfi. Hér virðist vera tæki-
færi að taka höndum saman og gera eitthvað ákveðið. Satt
er það, að menn hér hafa orðið fyrir þungum búsifjum af
völdum frostsins er stórskemdi kornið á ökrunum. Samt
mun ekki vera um neina neyð að ræða á þessum stöðum
sem betur fer. Nógur og góður matur í allra höndum og
margir í Vatnabygðum eru stórefnaðir menn.
Þrátt fyrir þetta hlýtur það að koma fram á einum
sem öðrum, að ekki lifi maðurinn af brauðinu einu saman.
Svo dýrmæt sem veraldargæðin eru rétt með farin, eru
þau ekki mannssálinni næg. Þegar menn fjarlægjast kirkj-
una þá smá máist menningin af sál þeirra. Þroskinn dvínar,