Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 17
Sameiningin 159 bótum á vegum bændafólksins. Bændur stofnuðu félag sem heitir Farmers' Federation. Sá félagsskapur hefir breiðst út um fjallahéruðin þar umhverfis. Hann hefir aukið af- urðir landsins, bætt markað bændanna, glætt félagslífið og inannað íólkið á allan hátt. Eitt af fyrirtækjum þeim, sem þróast hafa í kjölfari þessa félagsskapar, er „Guðs-ekran“, svo kallaða — God's Acre. —Safnaðarfólkið helgar Guði vissan blett á hverri bújörð. Þann reit ræktar svo fjölskyldan, og börnin sérstak- lega; en arðurinn gengur til safnaðar og kirkju. Hefir þetta reynst ágæt tekjugrein fyrir söfnuðinn, og um leið hið snjallasta ráð til að glæða áhugann fyrir kirkju og kristin- dómi. /K Bandalag Lúterskra Kvenna Þannig nefnist félagsheild ein í Kirkjufélaginu. Hún er aðallega samband kvenfélaga safnaða vorra. í félaginu eru nú 20 kvenfélög og 8 einstaklingar. Félagsskapurinn hefir þegar starfað fjórðung aldar. Hann hélt 26. ársþing sitt í Lundarbæ dagana 15. til 17. september. Um félag þetta eru tvær ágætar ritgjörðir í blaðinu Lögbergi, 28. september. Önnur þeirra er eftir Mrs. Helgu Guttormsson og segir frá þessu síðasta þingi. Hin er eftir Mrs. Ingibjörgu Jónsson og fjallar um „Árdísi“, tímarit félagsins. Vísa ég hér með til þeirra ritgjörða og bið fólk að lesa. Þetta verður engin rit- gjörð, heldur aðeins fáorð umgetning. Viðtökur á Lundar voru ágætar. Mrs. K. Byron, ásamt safnaðar-kvenfélaginu Björk, sem hún er forseti í, áttu leiðsögn í því máli og leystu konurnar móttökustarfið prýði- lega af hendi. Safnaðarpresturinn, séra Jóhann Fredriks- son og kona hans áttu einnig góðan þátt í að gjöra mótið ánægjulegt. Tala erindreka var 41. Fundirnir báru vott um áhuga. og eindrægni. Þingið gekk að öllu leyti vel og konurnar eru ánægðar með þetta tækifæri til að starfa hver með annari. Athafnamesta starfsmál Bandalagsins er verk það, sem leyst er af hendi í Lutheran Sunrise Camp, og ávaxta-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.