Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 16
158 Sameiningin Hvaðanæfa Eftir séra G. GUTTORMSSON Hugur ungra manna yfir á Bretlandi hneigist nú meir og meir að kristinni trú, segir Ernest Payne. prófessor í Oxford, sem nú er á ferðalagi hér vestan hafs. Æskulýður- inn kynnir sér og ræðir trúmál með meiri áhuga heldur en átt hefir sér stað um margra ára skeið. -------☆■----- Kublai Khan, en ekki „Kutlosi“ — hét annar Mongóla- keisarinn, sem nefndur var í þessum dálki síðast. Hálf óviðkunnanleg prentvilla, en þó lærdómsrík. Kublai Khan má teljast með hinum allra glæsilegustu og voldugustu ríkishöfðingjum, sem uppi hafa verið. Þó virðast fáir vita deili á þessu stórmenni nú á dögum — kannast ekki við nafn hans, hvað þá meira. Því segi ég það: „Sic transit gloria mundi“. — Svo hverfur heimsins dýrð. ------☆------- Verkamanna-samkundan brezka, Trades Union Council, byrjaði ársfund sinn með messugjörð í haust, eins og siður er á flokksþingum Breta. Ræðuna flutti biskupinn í Chi- chester. „Framan af árum“, sagði biskup, „átti verkamanna- hreyfingin ágæta brautryðjendur og umbótamenn, sem jafnframt voru ötulir meðlimir í ýmsum kirkjudeildum. Það var kristna trúin, sem hjálpaði þeim áfram á fjallveg- um örðugleikanna. Enn í dag eru margir leiðtogar vinnu- lýðsins sanntrúaðir kristnir menn; en þó hafa alt of margir, bæði foringjar og liðsmenn, orðið viðskila við kristna trú“. -----------------------☆------- Ungur prestur að nafni James McClure flutti fyrir mörg- um árum sér til heilsubótar upp í fjalllendi Tennesee ríkis. Hann var tæringarveikur. En hagur fólksins í þeim hér- uðum varð honum brátt meira áhyggjuefni, heldur en heilsufar sjálfs hans. Þessi fjallalýður gat varla dregið fram lífið, hvað þá lagt nokkuð verulegt af mörkum til kirkjustarfs eða annara félagsmála. McClure tók þá að gangast fyrir samtökum og búnaðar-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.