Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 7
Sameiningin
149
kirkjunni fyrir þrifum alt til þessa síðustu ára, væri komið
það viðhorf, sem þoldi enga takmörkun á starfi kirkjunn-
ar og sem tæki ekki til greina þröngsýni afturhaldsins.
Kirkja vor, með líknarstarfi sínu í mörgum löndum, hefir
aflað sér alheims hylli; og framtíð Lúterskrar kirkju hefir
aldrei verið eins björt og nú.
Þetta mikla kirkjuþing endaði með því erindi sem
hinn nafnkendi prédikari Paul E. Scherer, frá New York,
flutti og sem hann nefndi: „Guðs náð að árangurslausu“
____________-I____________
Almennar húsvitjanir
Eftir séra ERIC H. SIGMAR
(pýtt hefir á islenzlcu: HEIMIR THORGRIMSSON
Á meðal kirkjunnar manna hefir nokkuð verið rætt
um það í seinni tíð, sem á ensku er nefnt „Every member
visitation“. Þetta mál hefir verið tekið til umræðu á síð-
ustu kirkjuþingum, en hingað til hafa mjög fáir söfnuðir
okkar reynt að nota þessa aðferð kristilegu starfi til efling-
ar innan safnaðar eða út á við.
Eins og nafnið ber með sér er þetta tilraun til þess að
ná til hvers eins og einasta safnaðarmeðlims með skipu-
lögðum og vel undirbúnum húsvitjunum, sem gerðar eru
af þar til völdu fólki, sem boðist hefir til starfsins og fengið
hefir leiðsögn og æfingu í því. Tilgangurinn er sá að vitja
allra safnaðarmeðlima í nafni Krists og ríki hans til efling-
ar með það fyrir augum að vekja þá til meðvitundar um
þá ábyrgð, sem á þeim hvílir sem kristnum mönnum.
Hvernig verður þessu bezt komið í framkvæmd? Fyrst
og fremst verða presturinn og safnaðarráðið að velja þá
sem ætlaðar eru til starfsins en það ætti að vera safnaðar-
fólk, sem gefið hefir sig fram af fúsum vilja. Tala þess fólks
fer auðvitað eftir stærð safnaðarins. Söfnuður sem telur
200 fermda meðlimi ætti að útnefna 12 manns og vinna
þeir tveir og tveir saman. í öðru lagi verður að kalla þetta
fólk saman á fund til þess að veita því leiðsögn og fræðslu.
Þennan fund ættu allir að sækja sem valdir hafa verið og
vel fer á því, að öll safnaðarnefndin sé viðstödd, hvort sem