Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 15
Sameiningin
157
lúterskt fólk þessa skóla, starfar með þeim og sendir börn
sín þangað. Það er því vart láandi neinum nýkomnum
kennimanni þó hann kynoki sér við að fara í kapp við
þetta starf þar sem nær því og máske alveg, hvert einasta
barn í bænum fer í þessa skóla. En út um landið eru mörg
börn, sem alls ekki koma í Sunnudagaskóla. Úr því mætti
bæta með því að nota það veglega leyfi sem Saskatchewan
stjórnin gefur mönnum í þessu efni. Stjórnin leyfir að síð-
asta hálftíma hverrar barnaskólaviku, það er frá klukkan
þrjú til hálf fjögur á föstudögum, megi nota til Sunnudaga-
skóla kenslu; aðeins má ekki skipa neinu barni að vera við
heldur lofa því að kjósa þar um sjálfu hvort það vill vera
eða ekki. Veit ég til að þetta leyfi hefir verið notað og
að enskumælandi prestur, séra Wright í Foam Lake, kom
fjögra mílna leið vor og vetur hvernig sem viðraði og
kendi börnunum. Konan sem kendi á skólanum hafði Lút-
erskar lexíur og hann kendi þær umyrðalaust fyrst í stað,
en af því að alt umhverfið kendi sig fremur við United
kirkjuna þá voru lexíurnar keyptar þaðan er á sótti. Þessi
kona sagði við mig nýlega, að ekkert af þessum börnum
hefði farið á Sunnudagaskóla þau ár sem hún kendi þarna,
ef þessi hjálp hefði ekki komið. Og um Sunnudagaskóla
lexíurnar lútersku frá prestaskólanum í Saskatoon, sagði
hún nýlega með innileik og áherzlu: “O, but they are good“.
Um séra Skúla Sigurgeirsson og starf hans, hefir sömu-
leiðis verið sagt, að hann hafi gert ágæta byrjun, nú þurfi
bara að halda áfram og byggja ofan á það.
Ég skal svo enda þessar línur með erindi eftir Davíð
Stefánsson, upphaf að einu af hans miklu ljóðum, I gegnum
móðu og mistur.
1 gegnum móðu og mistur
ég mikil undur sér.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossinns þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.
Það er fleygur andi sem svona syngur, en án kristinnar
kirkju hefði hann ekki orðið það alt í senn, fagur, sterkur
og fleygur.