Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 5
Sameiningin
147
vakningu — auðvitað hefir þetta sama málefni ætíð verið
fremst á dagskrá hjá leiðtogum kristnu kirkjunnar frá
fyrstu tímum. Það hlýtur að skapa hugarangur í sann-
kristnum hjörtum þegar hugsað er um þær miljónir í Ame-
ríku og Evrópu, sem standa fyrir utan hina kristnu kirkju.
Samkvæmt þeim skýrslum, sem voru framfærðar er kirkj-
an að vakna til meðvitundar um alheimsstarf sitt, því gjafir
til kirkjunnar hafa fjórfaldast á síðustu tíu árunum; enda
hefir kirkjan síðustu árin lagt mjög mikla áherzlu á líknar-
starf meðal þeirra bágstöddu í stríðslöndunum.
Næst á dagskrá var málefni sem vakti áhugasamar
umræður: Þingheimur var beðinn að ákvarða hvert að
U.L.C.A. ætti að gerast fulltíða meðlimur í „National Council
of Churches of Christ í Bandaríkjunum“. Þessi félagsskap-
ur samanstendur nú af 36 kirkjudeildum. Þó að þessi sam-
vinnutilraun virðist að vera í samræmi við framsetningu
frelsarans um „eina hjörð og einn hirði“ þá samt var þess-
ari samvinnuhugmynd sterklega mótmælt og uppástunga
gerð að fresta þessu máli í tvö ár eða til næsta þings; uppá-
stungan var feld með miklum meiri hluta og tillagan um
inngöngu U.L.C.A. samþykt. Þessi jákvæða ákvörðun þings-
ins með samvinnu meðal hinna ýmsu deilda mótmælenda
kirkjunnar spáir góðu fyrir framtíðina, því þátttaka U.L.
C.A. mun á alla vegu stórum styrkja þetta þýðingarmikla
og kjarnríka fyrirtæki.
Þær nefndir, sem hafa haft með höndum skipulagningu
á samstæðri messugjörðartilhögun fyrir átta deildir Lút-
ersku kirkjunnar í Ameríku færðu þinginu þær fréttir, að
lokið yrði við þetta þýðingarmikla verkefni snemma á ár-
inu 1954 þegar hin samstæða messutilhögunarbók yrði gef-
in út. Þetta er róttækt spor í samvinnu áttina meðal Lút-
erskra kirkjufélaga í Ameríku.
Meðal þeirra fáu þingtíðinda sem hægt er að minnast
á í þessari stuttu grein, ber að segja fáein orð um þá hreyf-
ingu, sem nefnir sig „The Lutherans Laymen’s Movement“.
Þessi félagsskapur tilheyrir U.L.C.A. og telur nú 831 með-
lim. Hver meðlimur skuldbindur sig til að gefa að minsta
kosti, 100 dali á ári til félagsins. Aðalverkefni þessarar
hreyfingar er að vinna að eflingu andlegrar vakningar. Fé-
lagsskapurinn er óðum að vaxa. Sívaxandi starf kirkjunnar
eðlilega útheimtir meiri fjárinntektir.