Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 12
154 Sameiningin Páfakirkjan telur auðvitað Lúther einhvern mesta misindismann sögunnar, og ásakar hann og kirkjudeild þá sem kennir sig við hann, og reyndar alla mótmælenda- kirkjuna, um fráhvarf frá hinni einu sönnu trú. Engin leið er til að bæta þetta frumhlaup Lúthers nema með því að allir sem ekki eru kaþólskir komi heim til föðurhúsanna í Rómaborg. Oss, sem í Canada dveljum, miðar þa einnig nokkuð í áttina þangað, þótt hægt fari. Skýrslur um trú- málastefnur hér í landi bera þessu vitni. Hins vegar eru ýmsir aðrir mótmælendur heldur ekki ánægðir með oss sem lúterskir teljumst. Annars vegar er- um vér ásakaðir um að trúa of litlu, þ. e. vér höfnum páfan- um og kerfi hans. Hins vegar er talið að vér trúum of miklu. Siðbót Lúthers á að hafa storknað og stanzað eins ög hraun- straumur sem ekki náði nema hálfa leið til hafs. Vér höld- um enn í klæðafald kaþólsku kirkjunnar, trúum því sem ekki er trúlegt er vér reiðum oss á heilaga ritningu til sáluhjálpar, og hann sem er aðalpersóna hennar og um- talsefni, Jesúm Krist. Þannig láta menn dæluna ganga. Margir meðal fólks vors hafa líka látið telja sér hughvarf, það svo að á stórum svæðum þar sem áður voru blómlegir lúterskir söfnuðir er nú talið að ekki sé nein „lútersk með- vitund“ til lengur. Öllum ásökunum, hvort heldur sem þær koma frá hægri eða vinstri, svörum vér, ekki með afsökunum, heldur með einfaldri yfirlýsing: Vér höldum oss að Jesú Kristi. Vér þekkjum engan annan sem vér getum treyst fyrir vel- ferð sálna vorra, engan sem kennir fegurri lífspeki, engan sem fremur en hann hvetur til göfugrar viðleitni, engan annan sem gefur betri vegvísun í lífinu, og vissu í dauðanum um framhald á frjósamari sviðum. Vér könnumst við að margt í kenningu hans lætur illa í eyrum; ýmislegt er þar sem vér vildum gjarnan hafa öðruvísi. En vér teljum oss ekki fært að vinsa úr kenningu hans, heldur tökum hana eins og hún liggur fyrir og trúum henni. 1 þessu telj- um vér oss lifa í anda Lúthers og postula frumkristninnar, sem áttu ekkert annað svar við spurningunni: Hvað á ég að gjöra, til þess að ég verði hólpinn? en þetta: „Trú þú á drottinn Jesúm“.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.