Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 8
150 Sameiningin allir meðlimir hennar eru í þessum hópi eða ekki. Á fund- inum ætti presturinn að gera fulla greinargerð fyrir því hvernig starfinu skuli hátta. Sú deild United Lutheran Church, sem þetta verk hef- ir með höndum er nefnd „The Stewardship Ofíice“ og leggur hún til, að kostnaðarlausu, bækur og bæklinga, sem fjalla um starf kirkjunnar, og er gert ráð fyrir að blöð þessi og bækur séu skilin eftir á heimilum þeim, sem heim- sótt eru. Þá fást líka bækur, sem gera grein fyrir starfs- aðferðum húsvitjenda, t. d. er þar sagt frá því hvernig starf- semi kirkjunnar er háttað og hvernig bezt megi koma orð- um að því sem segja þarf. Alt þetta lesmál fæst ókeypis með því að skrifa eftir því til 231 Madison Ave., New York City. Presti safnaðarins eru send þessi rit í ágúst eða sept- embermánuði ár hvert og ef sú sending nægir ekki má altaf skrifa eftir meiru. Þegar húsvitjendur hafa fengið nægilega tilsögn þá skifta þeir með sér verkum þannig, að hverjir tveir hafi nokkurnveginn jafn mörg heimili til að heimsækja. Sunnudaginn áður en húsvitjanirnar eiga að byrja, ætti. að fara fram sérstök guðsþjónusta þar sem presturinn út- nefnir formlega til starfsins þá, sem valdir hafa verið og sendir þá síðan út í nafni Krists og kirkju. Með þessum undirbúningi hefst húsvitjnarstarfið. í hverju er þetta starf helzt fólgið og hvaða boðskap eiga þeir að flytja sem sendir eru út til safnaðarmanna? Starfið er í því fólgið að prédika það sem á ensku er nefnt „Stewardship“ og mætti ef til vill þýða sem ráðs- mensku, sem aftur á móti mætti útleggja sem kristindóm í verki eða framkvæmd. Hlutverk þeirra sem húsvitja er það að vekja safnaðarfólk til umhugsunar um þær skyldur sem á því hvíla sem ráðsmönnum í víngarði Drottins. Þrent er það aðallega, sem leggja verður áherzlu á. Fyrst verður að hvetja fólk til trúar og stöðugrar kirkju- sóknar. Þetta er þýðingarmikið atriði, sem oft á tíðum er ekki nægilega brýnt fyrir mönnum af þeim sem húsvitja. í öðru lagi verður stöðugt að hvetja safnaðarmeðlimi til þess að taka sem virkastan þátt í öllu starfi safnaðarins. Oft þarf ekki nema að færa það í tal við fólk, svo að það lofist til að starfa að sunnudagaskóla, Luther League eða kvenfélagsmálum. Alla þessa þætti safnaðarlífsins þarf að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.