Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 9
Sameiningin
151
taka til umræðu. 1 þriðja lagi verður að hvetja safnaðar-
fólk til þess að gefa rausnarlega til styrktar hinum ýmsu
velferðarmálum kirkjunnar. Stöðugt ætti að minna fólk á
það að gefa fé til safnaðarþarfa eftir því sem það hefir efni
og aðstæður til. „Sérhver gefi eins og hann hefir ásett sér
í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að
glaðan gjafara elskar Guð“. Luk. 10:1.—12.
Margir söfnuðir nota húsvitjanir til þess að fá loforð
fyrir vissu árstillagi frá hverjum safnaðarmanni. Þetta er
þó ekki algengt í kirkjufélagi okkar. Samt hefir þetta verið
gert í söfnuðunum í Vancouver og Blaine og reynst vel.
Algent er að áætlun sé gerð um útgjöld safnaðarins svo
að hver og einn viti nokkurn veginn hvað miklu fé þarf
að safna. Eftir að loforð hefir fengist fyrir vissri upphæð,
sem greiðast skal á árinu, eru umslög (Duplex envelopes)
skilin eftir á heimilinu. Árstillaginu er svo jafnað niður
á hvern sunnudag og einu umslaginu skilað við hverja guðs-
þjónustu.
Þessi er í stuttu máli tilgangurinn með húsvitjunum —
þær eiga að efla og auka starfskrafta kirkiunnar innan
safnaðar og utan.
Þá er einnig önnur tegund húsvitjana, sem ég vil minn-
ast á með fáum orðum. Séra Guttormur ræddi um það mál
nýlega í Parish Messenger. Þetta eru húsvitjanir til þess
gerðar að útbreiða fagnaðarerindið. í þessu tilfelli eru það
ekki safnaðarmeðlimir, sem eru heimsóttir heldur öllu
fremur þeir sem standa utan við kirkjuna — þeir sem
annaðhvort hafa leiðst af vegum hennar eða þá þeir sem
aldrei hafa komið til Krists. Útbreiðsla fagnaðarerindisins
er auðvitað fyrsta skylda kristins manns og hann má aldrei
þreytast á því að bera Kristi og kirkju hans vitni. Nauð-
synlegt er einnig að endurreisa alla þá í trúnni sem frá
henni hafa fallið. (Bækur og ritlinga, sem að þessu starfi
lúta, má fá hjá Board of Social Missions, 1228 Spruce St.,
Philadelphia). Gleymum ekki þeirri skyldu okkar að ganga
út meðal manna til þess að boða fagnaðarerindið. Að leiða
manninn til Guðs, sem skapaði hann og til Krists, sem fyrir
hann dó, verður ætíð okkar æðsta starf. Þetta hefir Drott-
inn sjálfur boðið okkur að gera. Það er kristileg skylda
okkar að leiða hvert mannsbarn á Guðs vegi.