Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 11
Sameiningin
153
var á þessa leið: Gerðu eins og þér er sagt. Trúðu því sem
kirkjan kennir, og þá mun vel fara. En Lúther var gæddur
sterkri athyglisgáfu, og hann hafði grúskað of mikið í göml-
um kirkjuþingasamþyktum og páfabréfum. Hann gat ekki
betur séð en að heilmiklu af óviðkomandi efni hefði verið
hlaðið ofan á hina einföldu kenningu Krists, eins og hún
birtist í Nýja Testamentinu, það svo mjög að sjálfs kjarn-
ans í kenningu frelsarans gætti ekki lengur. Þessi þróun
hefir haldið áfram alt fram á þennan dag. Jafnvel nú á
þessu merkisári, 1950, var því slegið föstu í páfagarði, að
María móðir Jesú, hafi á sinni tíð stigið til himna í líkam-
anum. Þetta er þá líka orðið sáluhjálplegt trúaratriði, eins
og nóg væri ekki komið áður af hindurvitnum og hégóma
í kenningarkerfi þessarar kirkjudeildar!
Lengi vel sýndi Lúther kirkju sinni fulla hlýðni, en
því meira sem hann las í ritningunni og bókmenntum páfa-
kirkjunnar, því sannfærðari varð hann um að þetta tvent
gæti ekki samrýmst. Það var annaðhvort ellegar. — Loks
brauzt hin ódauðlega yfirlýsing fram í Worms: „Ég tek
ekki gilt annað en vitnisburð heilagrar ritningar, eða skýr-
ar skynsemisröksemdir, — samvizka mín harðfjötrar mig
við Guðs orð, •— það er bæði erfitt og háskasamlegt að
breyta á móti samvizkunnar röddu“. Þar með var teningn-
um kastað. Hinn rammgjörvi kastali miðaldakirkjunnar
hristist svo mjög og skektist í þeim umbrotum sem á eftir
komu, að hann hefir ekki beðið þess bætur. En hvað um
það, frelsið var fengið og í skjóli þess hafa dafnað hvers-
konar þekking og framfarir sem menn nú njóta í svo rík-
um mæli.
Lúther á svo sem ekki upp á pallborðið hjá hinum
ýmsu kirkjudeildum út um heiminn. Naumast getur „dapri
djákninn“ (the gloomy dean) í London drepið svo niður
penna, að hann ausi ekki úr sér fúkyrðum yfir Lúther,
kirkju hans og kenningu. Þykja orð hans sem hin mesta
véfrétt á meðal enskra. Er þó ekki hvað kirkjusiði snertir
undramikið sem á milli ber anglikönsku og lútersku
kirkjunnar, og er það öllum ljóst sem til þekkja að kirkjan
á Englandi tileinkaði sér snemma á árum mikið af anda
siðbótarinnar. En börnin eru stundum vanþakklát við for-
eldra sína!