Sameiningin - 01.11.1950, Blaðsíða 4
146
Sameiningin
yíir 10,000 dali, var allur gefinn. Frá öllum þessum al-
kunnu tilraunum er auðvelt að skilja, hversu áríðandi það
er, að gjöra almenningi kunnugt um gjörðir og framkvæmd-
ir kirkjunnar, því, að síðustu, mun hið andlega ráða ör-
lögum mannlífsins. Á morgni hverjum í þingsalnum var
til reiðu fundargjörningur næsta dagsins á undan og líka
blað sem auglýsti hinar mörgu og margvíslegu athafnir sem
áttu sér stað dag frá degi. Með sanni má segja, að allur
undirbúningur til þingsins hafi verið snildarlega skipu-
lagður. Þeir sem tóku á móti þinginu, eða sem veittu gestum
móttöku, höfðu á boðstólum alls konar skemtanir, sér-
staklega fyrir þá gesti sem ekki voru erindrekar, því aðal
verkefni erindrekanna var að sitja, sjá og hlusta og tala
þegar andinn gaf þeim hvöt. Um þrjú hundruð konur sóttu
þingið með mönnum sínum, og þeim gafst tækifæri að
sjá margt og að kynnast mörgu, undir umsjón heimakvenn-
anna. í sambandi við annríki erindreka má minnast
þess, að meðal þeirra frá 8 kirkjufélögum sem létu sig al-
drei vanta á þing voru erindrekar Islenzka kirkjufélagsins.
Þingið hófst með hátíðlegri guðsþjónustu og altaris-
göngu, kl. 10 f. h., í stórri og yndislegri kirkju, (S. John’s
Lutheran Church). Söínuður þessarar kirkju telur 3500
manns. Fyrir altari þjónaði Dr. Reinartz, skrifari U.L.C.A.
Prédikunina flutti hinn heimsfrægi kirkjuleiðtogi, Dr.
Franklin Clark Fry, forseti U.L.C.A. Aðeins erindrekar og
embættismenn kirkjunnar sóttu guðsþjónustuna og allir í
þessum glæsilega mannsöfnuði meðtóku hið heilaga kvöld-
máltíðarsakramenti Drottins vors. Fjórir kirkjufélags forset-
ar útdeildu brauðinu og víninu. Síðast kraup forsetinn einn
fyrir framan altari Drottins og meðtók hið heilaga kvöld-
máltíðarsakramenti, en söfnuðurinn stóð á meðan. Þessi
dýrðlega og andríka athöfn mun seint úr minni líða.
Þegar eftir þingsetningu á fimtudagsmorgun, fór fram
guðræknisstund í minningu um starfsmenn kirkjunnar, sem
dáið höfðu á síðustu tveimur árunum. Nöfn hinna látnu
voru lesin upp af skrifaranum, en athöfninni stjórnaði þing-
presturinn Dr. Roth. Vel mátti finna þann djúpstæða sökn-
uð sem þessi minningar athöfn vakti í hjarta þingheims.
Töluverðar umræður áttu sér stað um eflingu á trúar-
lífi og hversu allsvarðandi væri að koma á stað andlegri