Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 4
58 Sameiningin lokið. Orð Guðs er hið sama og hin prentaða blaðsíða Ritn- ingarinnar. Sannleikurinn allur og óskertur er oss opin- beraður á pappír, á voru eigin máli. Vandamál eru engin, engra spurninga þarf að spyrja, í sannleika er sjálf guð- fræðin þar með óþörf, vegna þess að öll svör eru sjálfgefin. Að skilningi annarrar stefnu er Biblían verðmætar bók- menntir, sígildur skáldskapur, merkar siðgæðisbókmenntir, sem ungu fólki er hollt að lesa (ef þess er gætt að sleppa vissum köflum). Samkvæmt þessum skilningi er Biblían einn af gimsteinum heimsbókmenntanna, og geti enginn sá maður, sem kalla vill sig menntaðan, komizt hjá því að lesa hana. En hún er samt ekki talin vera öll þessa eðlis. Velja þarf þá kafla hennar og hluta, sem svo hátt má meta. Þessi skilningur á Ritningunni hefir það til síns ágætis, að fyrir hann hefir Biblían náð meiri útbreiðslu en ella og verið metin meir af fjölda manna en ella. Gallinn er sá, að eftir þessum skilningi er ekki litið á Ritninguna í heild sinni. Hún er ekki „tekin alvarlega“ sem heild, heldur aðeins valdir kaflar hennar. I þriðja lagi eru þeir til, sem hafna Biblíunni af ýmsum ástæðum, ýmist vegna anti-semitisma eða vegna óupplýstrar nútíðarstefnu. Þessir menn halda því fram, að átrúnaður Gyðinga, sem Gamla testamentið ber vitni, og sem er grund- völlurinn að trú Nýja testamentisins, sé frumstæð og fornleg trúarbrögð, sem þeir saka um að hafa innleitt hinar ferlegustu kenningar inn í kirkjuna. Menn þessir eru vanalega vel upplýstir um hina nei- kvæðu hlið á niðurstöðum biblíuvísinda nútímans. Þeir vita sem er, að flestir hafa yfirgefið trú gamla rétttrúnaðarins á óskeikulleik Ritningarinnar. En þeim er það ekki ljóst, að skoða megi Biblíuna sem eina heild á neinn annan veg en gert var í rétttrúnaðinum. Biblíuvísindi nútímans eiga að miklu leyti sök á þessu. Vísindaleg rýning Biblíunnar hófst á hápunkt sinn í lok 19. aldarinnar og í byrjun þeirrar 20. Þetta voru aldamót liberalismans í Þýzkalandi, öld Wellhausens, Ritschls og Harnacks. Á þeim tíma börðust menn heitar en nokkru sinni fyrr um það, sem bar á milli frjálslyndu stefnunni og rétt- trúnaðinum. Vér stöndum í mikilli þakkarskuld við biblíuvísindi þessara ára, enda þótt sumar niðurstöður þeirra séu orðnar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.