Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 7
Sameiningin 61 er munur á hinum klassísku spámönnum og spámönnum herleiðingartímans. Esekíel er frábrugðinn Amosi, jafnvel frábrugðinn Jeremía. Vér sjáum tímabundna lífsafstöðu og trú í sögunni um Kain og Abel. Jahve segir við Kain, eftir að Kain hafði tekið að öfunda Abel bróður sinn fyrir velgengni hans, en áður en hann réði hann af dögum: „Hví reiðist þú, og hví ert þú niðurlútur? Er því ekki þannig farið: ef þú gjörir rétt, þá getur þú verið upplitsdjarfur; en ef þú gjörir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar og hefir hug á þér . . . Þennan kafla má túlka þannig, að hann beri vitni þeirri trú, að rétt guðsdýrkun og fórnfæring sé skilyrði þess, að mönnum vegni vel. Á annan veg lætur Jeremía í ljós frumvanda lífsins: „Því að tvennt illt hefir þjóð mín aðhafzt: þeir hafa yfir- gefið mig, uppsprettu hins lifandi vatns, til þess að grafa sér brunna, brunna með sprungum, sem ekki halda vatni“. Hér er synd mannsins sögð vera viðskilnaður hans við upp- haf verundar sinnar, Guð. Hann var skapaður í Guðs mynd og getur því aðeins fullnað tilgang tilveru sinnar, að hann endurnærist í lífslind sinni, sem er Guð. Synd felst þá ekki í því að brjóta settar reglur og boðorð, heldur í því að vilja lifa lífi sínu án Guðs og ennfremur að ætla sér að grafa eigin brunna, gjörast sjálfs sín Guð. Þessi leið liggur til glötunar, segir Jeremía. Sá maður, sem fjarlægist lífslind sína, honum fer eins og þeim, sem vatnslaus verður í eyði- mörk. Á enn annan hátt skýrir Esekíel frá hinu sama: „En hverfi hinn óguðlegi frá öllum syndum sínum, sem hann hefir drýgt, og haldi öll mín boðorð og iðki rétt og réttlæti, þá skal hann vissulega lífi halda og ekki deyja“. Hér hefir lögmálsstefnan komizt til valda. Hvað Nýja testamentið áhrærir, þekkjum vér allir muninn á pistlum Páls annars vegar og Jakobsbréfi hins vegar, svo að eitt dæmi sé nefnt. Mörg önnur mætti nefna. En þessi munur olli því, að Lúther hafnaði Jakobsbréfi og óskaði þess, að það hefði aldrei hlotið inngöngu í ritsafn Nýja testamentisins. íhugum nú stuttlega, hvað þetta merkir. Franskur guð- fræðingur hefir kallað Ritninguna „lifandi bók“. Með þessu á hann við það, að Biblían er ekki safn reglna og laga, ekki

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.