Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 9
Sameiningin 63 sögunni, getur hún þá boðað hann starfandi í nútímanum? Getur Guð Ritningarinnar tekið líf þitt og mitt í hönd sér og skapað það á ný í sinni mynd? Hér erum vér komnir að sjálfum kjarna málsins, þ. e. a. s. hvernig Biblían getur orðið bók trúarinnar og ekki aðeins sögunnar, bók nútímans og ekki aðeins bók hins liðna. Lausnin er í tveim þáttum. Hinn fyrri snertir heimspeki og sögu, hinn síðari guðfræði og trú. Hvað fyrri þáttinn snertir, leiðir athugun í ljós, að trúarreynsla og trúarbarátta liðinna kynslóða Biblíunnar felur í sér sígild og ævarandi lífsvandamál og lausn þeirra, og af þeim sökum lífsvandamál vor, sem nú lifum. Þegar Kain verður þess vísari, að Abel bróðir hans vegnar vel, verður honum ljóst, að uppsprettulind lífsham- ingju mannsins á sér stað utan mannsins. En hann hafnar því að gera þessa vitund að sinni eigin og sigrast þannig á hatrinu til bróður síns og ræður hann því af dögum. Þegar Jeremía lýsir þannig synd lýðsins, að þeir hafi hafnað uppsprettu hins lifanda vatns og grafið sér eigin brunna, sem reynast vatnslausir, er hann að vísu að lýsa ráðleysi þjóðar, sem komizt hefir í örþrif á sviði stjórnmála, fjármála og þjóðfélagshátta. En um leið lýsir hann og lætur í ljós grundvallarsannindi um líf mannsins, að hann hafi fjarlægzt uppsprettulind sinnar eigin verundar, Guð sjálfan, og sé þurfi þeirrar frelsunar, sem Guð einn getur látið í té. Hið sama má segja um þessi orð Esekíels: „Og hver sá maður, sem er ráðvandur, og iðkar rétt og réttlæti, sem etur ekki fórnarkjöt, á fjöllunum og hefur ekki augu sín til skurðgoða ísraelsmanna, flekkar ekki konu náunga síns og kemur ekki nærri konu meðan hún hefir klæðaföll, sem engan undirokar og skilar aftur skuldaveði sínu, tekur ekki neitt frá öðrum með ofbeldi, sem gefur brauð sitt hungruð- um og skýlir nakinn mann klæðum, sem lánar ekki fé gegn leigu og tekur ekki vexti af lánsfé, sem heldur hendi sinni frá því, sem rangt er, og dæmir rétt í deilumálum manna, sem breytir eftir boðorðum mínum og varðveitir skipanir mínar, með því að gjöra það, sem rétt er, — hann er ráðvandur og skal vissulega lifa, segir Drottinn Jahve“. Grundvallarsjónarmið Esekíels er hér hið sama og Jeremía, enda þótt áherzlan sé á öðrum þáttum málsins. Hann skilur réttlætið vera hlýðni við ákveðin boð og reglur

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.