Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 22
76 Sameiningin sem lesnir voru á sinni tungu hver, frönsku, þýzku, grísku og ensku. Ræðuna flutti biskup hérlendur í hópi Methodista, Bromley Oxnam. „Við ætlum að halda hópinn!“ var við- kvæðið í því erindi. Síðari athöfnina sóttu hundrað og tuttugu þúsundir. Fór hún fram undir beru lofti. Formið var stutt og einfalt en áhrifamikið, vegna mannfjöldans, sem tók þátt í til- beiðslunni. Mark Bögner, mótmælendaprestur frá Frakklandi, stýrði athöfninni. Upp hafið var á þessa leið: Prestur: „Hverjir eruð þér, sem hér eruð saman komnir?“ Mannfjöldinn: „Vér erum kristnir menn, af margs konar bergi brotnir“. Prestur: „Hvað er að vera kristinn?“ Mannfjöldinn: „Það er að trúa á Guð föður, á son hans eingetinn Jesúm Krist, Drottinn vorn, sem er von heimsins, og á heilangan anda“. Prestur: „Hví eruð þér hingað komnir?“ Mannfjöldinn: „Vér komum til að dýrka Guð“. Játning mannfjöldans vísaði til umræðuefnis, sem lá fyrir þessu þingi: „Kristur, von heimsins“. En innihald þeirrar vonar er í tvennu lagi. Annars vegar er vonin um hjálp hans og frelsun í þessum heimi, hins vegar vonin um ríki hans og sigur í eilífðinni, „þar sem réttlæti býr“. Báðar vonirnar eiga heimildir í orðum Nýja testamentisins. Tímavonin t. d. tileinkar sér orð Krists í Matt. 28, 20: „Sjá, ég er með yður alla daga“, — eða orð postulans í Róm. 8, 31.—39. En eilífðarvonin getur vitnað í fjölmarga ritn- ingarstaði, eins og orð Krists í Matt. 26, 30.; eða kenningu postulanna í Gal. 1, 4.; 1. Þess. 4, 16, o. s. frv. í Nýja testa- mentinu er eilífðarvonin í öndvegi, að sjálfsögðu, þar sem frumkristnin lifði við þrengingar og ofsóknir og bjóst við endurkomu Krists á hverri stundu, að segja mætti. — í þessari tvíþættu von til Krists er alls engin mótsögn, nema því aðeins, að einstrengingslega sé með efni farið. Tímavonin hefir einatt verið í afhaldi hjá Ameríku- mönnum. Þeir eru bjartsýnir og starfhugaðir yfirleitt. En Evrópumenn, þjakaðir af styrjöldum og hræddir við atóm- vopnin, margir, halla sér meira að eilífðarvoninni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.