Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 19
Sameiningin 73 hún verði jafnan heilagt Guðs hús, en að allt óhreint og vanheilagt verði ávalt fjarri henni. Vér biðjum þess að boðskapur hennar í ytra táknmáli, og túlkun innan veggja verði ávalt þeim til blessunar sem leita sálum sínum styrks og hvíldar í gleði og sorg. -------------☆------------- Hvaðanæfa Fagnaðarboðinn Billy Graham lauk starfi sínu í Lun- dúnum snemma í sumar; hann brá sér síðan til megin- iandsins og prédikaði á fáeinum stöðum á Þýzkalandi, Norðurlöndum og Frakklandi. Honum var vel tekið. Sjötiu þúsundir sóttu samkomur hans í Berlín. ☆ ☆ ☆ Illa gengur bolsum að uppræta guðstrú og kristindóm úr hjörtum fólks á bak við „járntjaldið“. Rússneska blaðið Pravda flutti reiðilestur mikinn í sumar út af því efni; ávítaði ungmennafélögin, leiðtoga verkalýðs og jafnvel sjálfan kommúnistaflokkinn fyrir slælega baráttu við trúna. Kommúnistar eru við völd í Júgóslavíu, þótt landið teljist ekki með fylgiþjóðum Rússa. Áttatíu og fjórir af hverju hundraði landsmanna töldust guðstrúarmenn í mann- tali hjá Júgóslövum í sumar. ☆ ☆ ☆ Kirkjuráð alþjóða — The WorlcL Council of Churches, háði allsherjarþing sitt, annað í röðinni, suður í Evanston í ágústmánuði. Fyrsta þingið var haldið í Amsterdam á Hol- landi fyrir sex árum. Flestar deildir mótmælenda eru nú með í þessum félagsskap; svo og grísk-katólska kirkjan; en páfa- menn sitja við sinn keip og koma þar hvergi nærri. Þingið í Evanston vakti meiri eftirtekt og umræður hér í landi, og sjálfsagt víðar um heim, heldur en títt er um þing eða málfundi kirkjunnar. Margir erindrekar komu til þessa lands nokkrum vikum áður en þingið hófst; tóku þegar að ræða fundarmálin sín á meðal eða í áheyrn al- mennings; en blöðin fluttu ljósar fregnir af allflestu því, sem fram fór á þessu þingi. Kirkjudeildunum ber vitaskuld margt á milli; var sumt af þeim málum rætt í bróðerni, en þó með fullri alvöru, bæði innan þings og utan. Sérskoðanir um altarissakra-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.