Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 25
Sameiningin 79 ur prestsins og önnur afgreiðsla þar að lútandi, var hin prýðilegasta. Alt á enska tungu. Á meðal sálmanna, sem sungnir voru, var einn eftir séra Hallgrím Pétursson, þýddur á enska tungu af Dr. Charles Venn Pilcher, biskup í ensku kirkjunni í Sidney, Ástralíu. Sálmurinn 43 í Passíusálmunum, út af sjötta orði Krists á krossinum: „Það er fullkomnað“. Séra Eiríkur S. Brynjólfsson mintist séra Hallgríms Péturssonar í nokkrum skýrum dráttum og með vel völdum orðum, undir endalok messu, til kynningar þeim, er hér hlýddu á. Maðurirm minn og ég vissum, að þessi sálmur yrði sung- inn í messunni, þess vegna fórum við. Því miður hefi ég ekki við hendina ensku þýðinguna, en mér fanst mikið til um hana, sérstaklega er eitt af versunum var sungið — versið, sem inniheldur mesta merkisþyngd, hve þýðingin hafði þar tekizt vel. Fimmtánda versið: „Fullkomnað lögmál fyrir þig er, fullkomnað gjald til lausnar þér, fullkomnað alt hvað fyrir var spáð, fullkomna skaltu eignast náð“. Þetta eru, í fljótu bragði, ílestir aðaldrættir þessarar sérstöku kirkjuferðar, séð frá mínu sjónarmiði. Ég segi flestir, því einn er eftir enn, sá stærsti í rauninni, af því er greip huga minn þarna. Eins og siður er í flestum kristnum kirkjum með föstu formi, er táknmynd af Frelsaranum yfir altarinu þarna. Þessi mynd táknar Jesúm Krist á bæn í Gethsemane. Myndin er alkunn og ber oft fyrir mann, í kirkjum, blöðum og jafnvel heimahúsum. En að þessu sinni greip hún mig nýjum og föstum tökum. Það rann upp fyrir huga mínum einhver eimur af hinni víðtæku og náðarríku bænheyrslu við þjáningarfullri bæn Drottins í Gethsemane. Slík bæn- heyrsla, sem smátt og smátt og með mismunandi sterkum og hröðum geislum, hefir skinið og er enn að skína yfir heiminn. Bænin: „Verði þinn vilji“, sem þýðir, megi náð Guðs almáttugs, föður vors og skapara, skína yfir alla menn svo að þeir megi öðlast vísdóm, kærleika og hinn sanna kraft. Kærleika til allra manna, vísdóm í meðhöndlun og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.