Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 26
80
Sameiningin
afgreiðslu málanna, prívat eða opinberra, og kraft til að
fylgja bæði kærleikanum og réttlætinu fram til sigurs,
hver einstaklingur á sínu sviði eða fleiri saman eftir
kringumstæðum.
Við þessa EINU Guðs þjónustu, sem hér um ræðir, getur
að líta og heyra ljósan vott þessarar miklu bænheyrslu.
Raddir frá ekki færra en fimm löndum blanda sér saman
yfir aldir og ógnir tímanna í lofsöng og bæn til Skaparans.
Leggja allir mikinn skerf til þessarar einu stundar, til veg-
semdarinnar.
Og svo rennum við huganum eftir á yfir alt þetta stór-
brotna, sem unnist hefir þrátt fyrir veikleikann, brotin,
sársaukann, grimmdina, guðleysið, sem sendi Jesúm Krist
til Gethsemane, þar sem hann sveittist blóði og tárum, í
gegnum kvölina alla, háðið og fyrirlitninguna. Alt myrkrið
úr myrkraheiminum alla leið upp á Krossinn á Golgata.
Og þrátt fyrir allan hyldýpissársaukann, sem mannkynið
einnig hefir liðið af svipuðum eða sömu ástæðum, þó ekki
með sömu afgreiðslu málanna, þá er ólýsanleg birta yfir
því mikla sem unnist hefir. Kristniboðið, menn leystir úr
áþján, líknarstofnanir, þekkingin á ýmsum sviðum, almennir
barnaskólar, sem og aðrir skólar, verkamannasamtök, bóka-
og blaðaútgáfa, bætt lífskjör í fæði, fatnaði og húsakosti.
Svo óteljandi möguleikar fyrir margendurbættu viðskipta-
lífi, kvenréttindi. Lífsskilyrði alþýðumannsins eða konunn-
ar á svo mikið hærra stigi en það var á fyrri tímum. Svo
ótal margt fleira mætti hér til nefna, sem kristnin hefir leitt
í land gæfunnar fyrir manninn á þessari jörð. Hitt er alt
annað mál, að vandi fylgir vegsemd hverri. Ekkert af þessu
er fengið fyrir ekki neitt. Og „það er ekki minni vandi að
gæta fengins fjár en afla þess“, segir gamalt máltæki. Svo
er vert að athuga það á öllum tímum, að svo sem alt þetta
er dýrkeypt svo er það og einnig vandmeðfarið. Sá vandi
liggur á einstaklingnum smáa, ekki síður en á stóra mann-
inum í háu stöðunni. Hver og einn á að gæta síns punds
eftir því sem hann á kost og kraft til.
Megum við öll öðlast sem mestan og beztan skilning á
bæninni miklu frá Gethsemane, kraft og náð til þess að verða
hluttankandi í bænheyrslunni þar til. — Bænheyrslunni
mes*"U' Rannveig K. G. Sigbjörnsson